Úlfakreppa Trumps.

Einungis er um eina rökrétta lausn að ræða hvað varðar viðvarandi spennu Ísrael og Íran, en það er einhverskonar jafnvægi, eða öllu heldur ógnarjafnvægi, líkt og tíðkast meðal kjarnorkuvæddra stórvelda.

Alþjóðlega kjarnorkumálastofnunin IAEA hefur ítrekað krafist þess að hafa aðgang að kjarnorkuverum Írana til þess að fullvissa sig um að þeir séu ekki að koma sér upp kjarnavopnum, en fíllinn í stofunni er bara, eins og hver heilvita maður veit, að Ísraelar eiga kjarnorkuvopn, líklega svona 300 sprengjur, en þeir hafa frá byggingu kjarnorkuversins Dimona ætíð neitað alþjóðlegum eftirlits aðilum um aðgang þar og allur heimurinn sættir sig af óskiljanlegum ástæðum við það.

Liggur það ekki í augum uppi, að til að jafnvægið haldist í heimshlutanum, þá þurfa bæði ríkin að standa jafnfætis hvað eign þessara ógnarvopna snertir, annað hvort þá bæði, eða hvorugt.

Reyndar krafðist John F. Kennedy þess 1963, að David Ben Gurion veitti IAEA leyfi til að ganga úr skugga um að Ísraelar væru ekki að auðga úran og að smíða kjarnavopn í trássi við alþjóðalög, en eftir morðið og stjórnarbyltinguna í Dallas sama ár, féll krafan dauð niður og síðan hefur kjarnorkuver gyðingana blómstrað óáreitt.

Þetta allt þekkir og skilur rauðhausinn örugglega, en þorir hann að krefja Netanjahú um að leggja spilin á borðið og opna hliðin, eða bara halda blóðugu ójafnvæginu áfram, líkt og ekkert sé eðlilegara?


mbl.is Trump tekur ákvörðun á næstu tveimur vikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jónatan; æfinlega !

Þakka þjer fyrir; þessa mjög svo fróðlegu samantekt, sem þjer einum fárra, var lagið.

Má til, að koma eftirfarandi að, sem birtist hjer á Mbl. vefnum - fyrir stundu.

„Íran er ógn“

„Við skul­um ekki gleyma því að það er Íran sem er ekki síst ógn við ör­yggi í Mið-Aust­ur­lönd­um og þá víðar,“ seg­ir Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra.

Íran hef­ur brotið ramma Alþjóðakjarn­orku­mála­stofn­un­ar­inn­ar og hef­ur verið bent á það en hún seg­ir sam­tal, samn­inga og alþjóðasam­skipti skipta máli til þess að koma Íran að borðinu og fá ríkið til að samþykkja af­vopn­un þegar kem­ur að kjarn­orku­mál­um.

„Öðru­vísi verður ekki tryggður friður,“ seg­ir Þor­gerður þegar blaðamaður náði af henni tali í dag.

Viðbrögð Íslands við átök­un­um

Þor­gerður seg­ir mik­il­vægt að Ísland sýni sam­stöðu í þess­um átök­um og geri það sem þarf til að stuðla að friði og hjálpa lýðræði og friðinum, rétt eins og Ísland ger­ir í átök­un­um í Úkraínu. „Þetta helst í hend­ur: lýðræði, frelsi og friður.“

Hún seg­ist hafa komið á fund ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar á miðviku­dag til þess að ræða mál Írans og Ísra­el og upp­lýsti nefnd­ina um ýms­ar upp­lýs­ing­ar sem hún hafði ekki aðgang að.

Ekki friður án Banda­ríkj­anna

Hún seg­ir að það þurfi að gera allt til þess að koma í veg fyr­ir stig­mögn­un átaka Íran og Ísra­el. „Það verður að mínu mati ekki gert án aðkomu Banda­ríkj­anna en svo skipt­ir máli að stóru rík­in, Frakk­land, Þýska­land og Bret­land eru að hitta ut­an­rík­is­ráðherra Íran,“ seg­ir Þor­gerður. Hún seg­ist hafa heyrt þær sam­ræður ganga vel.

„Íran er ógn en það þýðir ekki að það megi ráðast ólög­lega á landið en Íran er viðfangs­efnið sem stóru rík­in þurfa að leysa.“

Hún seg­ir þessi átök vera grimmi­leg og að þau geti stig­magn­ast og hún seg­ir mik­il­vægt að stóru rík­in geri það sem þarf til þess að það ger­ist ekki.

Hvers konar andskotans viðrini; kusu Íslendingar yfir sig, þann 30. Nóvember s.l. ?

Halda mætti; að Ísland væri gamalgróið nýlenduveldi - sje mið tekið af ofsa helvízkra Forynjanna (Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur - Kristrúnar Frostadóttur og Ingu Sæland) til skefjalausrar þáttöku okkar smáríkis til fáránleikans:: sem NATÓ ríkin standa fyrir þessa dagana, með óheftum stuðningi við viðurstyggilegt Zíonistaríkið Ísrael og það, án þess að Íranir hafi nokkuð gert á okkar hlut, svo vitað sje.

Þessar ömurlegu druzlur:: Þorgerður Katrín - Kristrún og Inga, væru bezt geymdar í hvelfingum stríðsæsinga liðs NATÓ og Evrópusambandsins, svo vægt sje að orði komizt.

Fái þessar kvensniptir, að leika hjer frekar lausum hala, mun þeim takast á mjög skömmum tíma, að kafsigla íslenzkt samfjelag - nema hinir beztu menn fengju þær stöðvaðar, með öllum tiltækum ráðum.

Ógæfan ein; bíður okkar afkomenda, verði ekki haldið aftur af þessu ofstækisliði núverandi óstjórnarflokka.

Við hjeldum flest hver; að tímabil uppbyggingar á eðlilegum þjóðernis grundvelli rynni upp - þá við losnuðum við hyski Katrínar Jakobsdóttur - Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Inga Jóhannsonar, en annað er komið á daginn.

Hvers, á land og fólk og fjenaður að gjalda ? ? ?

Með beztu kveðjum; sem endranær, af Suðurlandi /         

  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.6.2025 kl. 16:15

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Óskar Helgi og þakka þér sambandið.

Já þessar gæsalappir og bandstrik á lyklaborðinu eru líka að stríða mér og reyni ég nú orðið að sneiða fram hjá þeim.

Hvað valkyrjurnar þrjár snertir, eins og þær vilja kallast, þá álít ég að Inga vilji vel, en láti slægar stöllur sínar plata sig, vonandi bara vegna þess að hún sér ekki smáa letrið.

Þorgerður Katrín, ásamt Þórdísi Kolbrúnu fyrri utanríkisráðsfrú eru báðar að mínu mati sekar um landráð en Kristrúnu fyrirgef ég enn margt, því hún spilar svo ljómandi, bæði á píanó og harmoniku.

Jónatan Karlsson, 21.6.2025 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband