27.5.2025 | 08:20
Landlæga spillingin.
Það blasir við hvert sem litið er í okkar fámenna þjóðfélagi, að eitthvað mikið er bogið, eða brotið. Ekki nóg hvað varðar stjórnsýsluna gjörvalla sbr. þetta mál vararíkissaksóknara, eða enn fremur nú síðast brottrekstur Úlfars lögreglustjóra á Suðurnesjum og svo þar fram eftir þeim ógeðfeldu götum.
En því miður, ef skyggnst er í allan samanburð við önnur þjóðfélög sem við viljum bera okkur saman við, þá er ef vel er að gáð helstu ástæður þess að hvort heldur þegar að samgöngum, uppbyggingu, heilbrigðismálum, eða bara hverju sem er hér á skerinu, þá má rekja óþverann til hreinnar spillingar, sem verður að ná taumhaldi á.
Er virkilega enginn flokkur eða bara einhver einn einasti stjórnmálamaður hér á Íslandi sem er hafinn yfir þessa ömurlegu hagsmunagæslu vina og vandamanna?
![]() |
Vill flytja Helga Magnús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning