27.5.2025 | 08:20
Landlæga spillingin.
Það blasir við hvert sem litið er í okkar fámenna þjóðfélagi, að eitthvað mikið er bogið, eða brotið. Ekki nóg hvað varðar stjórnsýsluna gjörvalla sbr. þetta mál vararíkissaksóknara, eða enn fremur nú síðast brottrekstur Úlfars lögreglustjóra á Suðurnesjum og svo þar fram eftir þeim ógeðfeldu götum.
En því miður, ef skyggnst er í allan samanburð við önnur þjóðfélög sem við viljum bera okkur saman við, þá er ef vel er að gáð helstu ástæður þess að hvort heldur þegar að samgöngum, uppbyggingu, heilbrigðismálum, eða bara hverju sem er hér á skerinu, þá má rekja óþverann til hreinnar spillingar, sem verður að ná taumhaldi á.
Er virkilega enginn flokkur eða bara einhver einn einasti stjórnmálamaður hér á Íslandi sem er hafinn yfir þessa ömurlegu hagsmunagæslu vina og vandamanna?
![]() |
Vill flytja Helga Magnús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jódís Skúladóttir, fyrrverandi þingmaður, segir sig úr flokki Vinstri grænna. Ástæðu ákvörðunar sinnar segir Jódís vera hrossakaupin, þ.e.a.s. spillinguna, sem sé stöðugt í gangi innan allra flokka, undantekningarlaust.
Þannig gerast einfaldlega kaupin á Eyrinni.
Þingmenn flokkanna eru leiðitamir og hlíða flokkseigendaklíkum, aftursætisbílstjórum og láta tengsl og vensl stjórna ferðinni í stað þess að fylgja samvisku sinni til að þjóna þjóðinni, sem valdi þá erindreka sína.
Jódís segir: Ég leyfi mér að segja að engin stjórnmálasamtök á Íslandi séu undanskilin. Þegar nýir flokkar verða til horfum við bjartsýn fram á nýja og betri tíð en innan ákveðins tíma í þessu andrúmslofti, virðist ónæmiskerfi flokkanna vera of veikt og þessi súra gamla pólitíska veira virðist ná að festa sig í líffærum allra flokka.
Páll postuli er sammála Jódís Skúladóttir. En hann segir: Hið góða, sem ég vil, gjöri ég ekki, en hið vonda, sem ég vil ekki, það gjöri ég. En ef ég gjöri það, sem ég vil ekki, þá er það ekki lengur ég sjálfur, sem framkvæmi það, heldur syndin, sem í mér býr. Þannig reynist mér það þá regla fyrir mig, sem vil gjöra hið góða, að hið illa er mér tamast. Innra með mér hef ég mætur á lögmáli Guðs, en ég sé annað lögmál í limum mínum, sem berst á móti lögmáli hugar míns og hertekur mig undir lögmál syndarinnar í limum mínum. (Róm. 7:19-23).
Guðmundur Örn Ragnarsson, 28.5.2025 kl. 08:55
Engin siðmenning, engin ábyrg ríkissmiðja, engin öguð lagasmiðja; eintómur orðavaðall og sjálfbirgingsháttur.
Við erum hnípin þjóð í vanda. haltir leiddir af blindum.
Guðjón E. Hreinberg, 28.5.2025 kl. 14:37
Sælir Guðmundur og Guðjón. Er ekki mergurinn málsins hið ágæta gamla máltæki sem segir að enginn virkisveggur sé svo hár að asni klyfjaður gulli komsist ekki yfir hann. Guðmundur vitnar í opinskáa yfirlýsingu fyrrverandi þingkonu sem lýsir opinskátt núverandi aðstæðum í stjórnmálaheiminum í okkar gjörspillta landi, en Guðmundur vitnar líka í Pál postula, þar sem hann lýsir gjörla hinum mannlega veikleika sem fær okkur í ljósi ágirndar og valdagræðgi til ýmissa óhæfuverka og jafnvel landráða, þrátt fyrir að vera annálaðar hinar bestu manneskjur, bæði dýra-og barnavinir.
Jónatan Karlsson, 28.5.2025 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.