20.4.2025 | 20:35
Páfinn fordæmdi vaxandi gyðingaandúð og biskupinn talaði um að mótmæla.
Yfir þrjátíu prósent Palestínumanna eru kristnir og ástæða vaxandi andúðarinnar um heim allan á gyðingum er auðvitað skelfileg framkoma þeirra og Bandaríkjamanna gagnvart varnarlausu fólkinu í útrýmingarbúðunum á Gaza og svo hefur Franz páfi meiri áhyggjur af áliti heimsbyggðarinnar á böðlunum fremur en öllum dánu börnunum og mæðrum þeirra.
Hér á Íslandi talaði biskup Íslands m.a. um að við ættum að fylgja Jesú, eins og konurnar forðum sem komu að gröfinni til að annast um ástvin sinn og hún minntist einnig á átök og þjáningar í heiminum og nefndi sérstaklega morðið á úkraínskum píanóleikara í síðustu viku á leið í helgihald, auk ástandsins á Gasa og hungursneyðina í Súdan.
Loks sagði hún að ekkert okkar vildi stríð og við mættum segja það og mótmæla því að verið væri að drepa saklaust fólk og það væri afstaða sem við gætum tekið og ÆTTUM að taka.
Öll þessi fallegu orð Guðrúnar Karls Helgudóttur á páskadag 2025 æpa einfaldlega á að hún í krafti stöðu sinnar og embættis, standi þá við stóru orðin og mótmæli t.a.m. þjóðarmorðinu á Gaza opinberlega á alþjóðavettvangi, svo tekið væri eftir.
![]() |
Fordæmdi gyðingaandúð og ástandið á Gasa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessi grein er skrifuð af fallegri mannúð og hægt að taka undir allt í henni. Það er skrýtið að fólkið sem sakar aðra um gyðingaandúð er flest að gera það á kristilegum grundvelli, vegna þess að sumir sértrúarsöfnuðir eru með einhliða stuðning við Ísrael sem atriði sem verði að fylgja eftir í blindni. Samt er það svo að hægt er að lesa um það í Biblíunni að gyðingar hafi krossfest Krist, eða átt jafn mikla sök á því og Rómverjar. Þrjózkan í sumu kristnu fólki er finnst mér eins og með wók-heimskuna, það er ákveðin rörsýn og kredda.
Síðan er annað í þessu. Allir gyðingar voru upprunalega nákvæmlega sama fólkið og Palestínumenn svokallaðir í dag. Það má lesa í wikipediu og hlusta á Youtube myndbönd um. Áður en þeir fóru að trúa á Jahve og kljúfa sig frá öðrum Palestínumönnunum voru þeir nákvæmlega sama fólkið. Í dag eru flestir gyðingar hinsvegar blandaðir, vegna þess að þeir hafa verið flóttamenn í Evrópu.
Þessvegna ættu þeir að semja frið við Palestínumenn og sýna þeim meiri samúð. Þetta eru þeirra nágrannar og náskyldir þeim, eins og um sé að ræða Færeyinga og Íslendinga, til dæmis.
Ég tek algjörlega undir þetta með biskupinn, Guðrúnu, hún gefur sig út fyrir að sýna öllum kærleika, en hún fordæmir ekki framferði Ísraelsmanna sérstaklega.
Ég skrifaði pistil um þetta nýlega, en hann fékk litla athygli.
Ég hvet þig til að skrifa mikið því það hefur áhrif.
Ingólfur Sigurðsson, 1.5.2025 kl. 00:13
Þakka þér innlitið Ingólfur.
Þér er einkar lagið að sigla milli skers og báru í skylmingum okkar öfgamanna og það á þínu varlega, en vandaða orðfæri og hafðu þakkir fyrir það.
Jónatan Karlsson, 1.5.2025 kl. 08:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.