Tvöfeldni og óheilyndi Þorgerðar Katrínar svokallaðs Utanríkisráðherra Íslands er óþolandi og ólíðandi og því fordæmi ég hana hér, opinberlega.
Hún lýsir því yfir að þjóðarmorðið í Palestínu sé ólíðandi, en gerir þó ekkert annað en að koma máttlausum og gagnslausum mótmælum á framfæri við einhvern ónefndan fulltrúa Ísraelsmanna - ef trúa megi þá þeirri fullyrðingu hennar, sem ég persónulega dreg í efa.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á það nefnilega sameiginlegt með Forseta Íslands og Biskupi Íslands, að þær gætu allar, eða hver og ein, með beinskeyttri opinberri fordæmingu og ósk um slit á stjórnmálasambandinu við Ísrael, haft bein áhrif til hjálpar fólkinu á Gaza - ef þær þá á annað borð hefðu nokkurn einasta áhuga á því.
P.S.
Það væri gáfulegt fyrir Þorgerði og auðvitað líka Þórdísi Kolbrúnu og alla heilaþvegna Rússa-hatara flóruna að hlusta á erindi prófessors Jeffrey Sachs við Columbiu háskóla um aðdraganda og raunverulegar ástæður þessara átaka - ef þær þá nenna eða hafa áhuga á að fletta honum upp á t.d. youtube.com
![]() |
Hleypa ekki neinni aðstoð inn á Gasasvæðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jónatan! Á hverju byggir þá trú þína á illsku Ísraelsmanna?
Gæti verið að þú trúir lygum falsfréttamiðlanna, sem dynja á okkur daglega um Ísraelsmenn og fölskum vitnisburðum andsetinna manna eins og Jeffrey Sachs? Allt byggt á Gyðingahatri.
Allt manntjón á Gasa og í Mið-Austurlöndum nú, er á ábyrgð Hamas og stuðningsmanna þeirra. Ekki er dauði nokkurs manns þar á ábyrgð Ísraels.
Finnst þér líklegt að Guð hafi útvalið þjóð, fram yfir aðrar þjóðir, sem sýnir af sér þá illsku sem á hana er borin?
Förum ekki gegn Ísraels Guði, það kallar bölvun yfir okkur og þjóð okkar. Blessum Ísrael, þá hljótum við blessun. Um þetta vitnar öll Biblían.
Guðmundur Örn Ragnarsson, 17.4.2025 kl. 19:58
Jónatan.
Á hverjum degi sér maður fréttir í RUV af harðýðgi ísraelska hersins á Gasa og grimmmilegum árásum á börn og saklaust fólk. Ekki ætla ég að kasta rýrð á þennan fréttaflutning eða verja framgöngu Ísraelshers sem mér finnst allt of harðneskjulegan. En grimmd skapar grimmd, ég vil benda þér á að Hamasliðar og sumir Palestínumenn eru ekki blásaklausir.
Hér hefur egypsk kona sem ólst upp á Gasa nokkuð til málanna að leggja: Egyptian Woman Just Ended Palestine FOREVER!
Hördur Thormar (IP-tala skráð) 18.4.2025 kl. 17:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning