12.4.2025 | 18:53
Íslenskir gervilimir og hugvit.
Hér í meðfylgjandi blaðagrein Skúla Halldórssonar, blaðamanns Morgunblaðsins sem virðist staddur í Kænugarði, viðrar hann ástand þeirra áttatíu þúsunda úkranískra hermanna sem þarfnast gerfilima, líklega með það í huga að planta þeirri hugmynd hjá gjafmildri ríkisstjórn Íslands að þar sé rakið tækifæri á að kaupa sýnilegri aðstoð en færanlega sjúkrahúsið sem aldrei meir sást tangur né tetur af.
Það var hér á árum áður, líklega fyrir þann tíma sem Kínverjar byrjuðu að skipta sér af málefnum Afríku, að reglulega gengu ægilegar hungursneyðir yfir heimsálfuna og Rauðikrossinn og aðrar hjálparstofnanir stóðu fyrir eftirminnilegum landssöfnunum, eins og margir minnast, en sá böggull fylgdi ætíð skammrifi, að þessar stofnanir vildu aðeins upphæðina í beinhörðum gjaldeyri og ekki neinu bulli á borð við lýsi eða fiskafurðum.
Bandaríkjamenn sem gjarna hýstu þessar hjálparstofnanir allar og voru stórtækir í stuðningi sínum við blessuð svörtu börnin, hafa þó í öllu sínu örlæti og gjafmildi ætíð haft eina reglu í hjálparstarfinu, en hún er sú að einungis gefa innlend matvæli og vörur, en ekki fjármuni, sem auðvitað kom sér vel fyrir þurfandi landbúnað og iðnað heima fyrir.
Auðvitað er ég með þessari stuttu frásögn að benda núverandi ESB erindrekum í ríkisstjórn vorri, sem reglulega ferðast með troðnar töskur af gjaldeyri suður á bóginn í óskilgreinda hitina, þá ættu þessir milljarðar allir auðvitað fremur að fara í að kaupa vörur af Össuri, sem að sjálfsögðu ætti líka að hafa möguleika á að selja útlimalausum Rússum limi, ef einhver vildi á annað borð borga fyrir þá.
Þar að auki ætti að koma í veg fyrir allar umboðsgreiðslur og "Kick back" ófögnuð, en í þess stað að nota milljarðana alla í að byggja upp eigin varnir sem auðvitað eru lög-og landhelgisgæsla okkar, sem ætti væntanlega að koma í sama stað niður - ekki satt?
![]() |
Það þarf að aflima Úkraínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jedúdamía, heldurðu að geti verið að hjálparstarfa myllan, gæti hugsanlega verið svikamylla? Það væri svakaleg óreiðuskoðanaröskun!
Guðjón E. Hreinberg, 12.4.2025 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning