Er hrun og gjaldþrot Íslands í bígerð?

Nú stígur fyrrverandi yfirmaður greiningadeildar Kaupþingsbanka fram og boðar að nú verði ríkissjóður að byrja að kaupa og safna erlendum gjaldeyri í stórum stíl, sem hefur væntanlega í för með sér aukna verðbólgu fyrir okkur almenning, þvert á fyrirheit núverandi ríkisstjórnar.

Án þess að fara mikið nánar út í starfsferil Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, þá eru fullyrðingar hans um ágæti og góða stöðu Kaupþingsbanka aðeins korteri fyrir gjaldþrot enn greyptar í langtímaminni mínu og hvort sem þær yfirlýsingar hans voru einungis ætlaðar fjárfestingastjórum helstu lífeyrissjóða okkar eða öðrum fjármagnseigendum, veit ég ekki, en sporin hræða óneitanlega.

Að auki er eitt í fjármálastefnu allra yfirvalda á Íslandi sem ég álít að gangi gjörsamlega gegn allri skynsemi, en það er sú ráðstöfun að geyma okkar litla en dýrmæta gullforða erlendis og það í Bretlandi, af öllum stöðum.

Það æpir hreinlega framan í okkur og heimsbyggðina alla, að Bretar eru ekki traustsins verðir til vörslu erlendra fjármuna í ljósi framferðis þeirra og sögu og það ekki síst gagnvart Íslendingum - eins og við ættum mætavel að þekkja.

Hvað getum við eiginlega sagt? "Gullið heim" eða bara "Guð blessi Ísland"


mbl.is Telja þörf á að styrkja gjaldeyrisvaraforðann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jónatan; sem jafnan og áður !

Nákvæmlega; hefði jeg viljað orða það, sem fram kemur í þinni nöturlegu lýsingu, hjegómaskapur og sjálfsdýrkun ráðandi afla virðast vilja koma okkur á knje - Ásgeir Jónsson:: er því miður framarlega í flokki þeirra, sem gera lítið úr nýtni og nægjusemi genginna kynslóða - og er einskonar vagnstjóri meðalmennzkunnar, sem er langt komin með, að GJÖREYÐILEGGJA okkar samfjelag.

Ofurvöxtur; Blýanta nagara menningar Reykjavíkur og nágrennis, er langt komin með að splundra gamalgróinni íslenzkri þjóðmenningu, og hingað streymir alls lags rumpulýður víðs vegar að - og lofsöngvar sungnir til dýrðar dreggjum svo kallaðrar fjölmenningar, sem og annarra úrkynjunar einkenna, í okkar samtíma.

Með beztu kveðjum; af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.4.2025 kl. 13:19

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Óskar Helgi.

Það sem mér láðist að segja í loka orðum mínum, um að forða verðmætum gullforða okkar úr höndum þjófóttra Breta og þá heldur bæta í hann, fremur en að kaupa ónýta pappírs dollara eða evrur, svo ekki sé minnst á ámátleg lokaorð Geirs Harða hérna um árið - væri auðvitað síðast en ekki síst að forða þjóðinni frá erindrekum ESB sem vinna að því leynt og ljóst að koma Íslandi í svo vonlausar aðstæður að eina bjargráðið frá þjóðargjaldþroti væri að ganga á hönd hinum kerlingunum í Evrópusambandinu.

Jónatan Karlsson, 11.4.2025 kl. 15:20

3 identicon

. . . . og; til þess að kóróna andskotans myndarskapinn:

 

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Í ársskýrslu Seðlabankans, sem kynnt var á ársfundi bankans í gær, kemur fram að Ásgeir Jónsson fékk launahækkun upp á tæplega 1,1 milljón á mánuði í fyrra. Árslaun hans hækkuðu um tæpar 13 milljónir, fóru úr 30 milljónum árið 2023 í 43 milljónir 2024. Hækkunin stafar m.a. af launaleiðréttingu og uppgjöri orlofs.

Þetta er hækkun upp á 43 prósent á einu ári. Mánaðarlaun hans hækkuðu úr ríflega 2,5 milljónum á mánuði í tæplega 3,6 milljónir á mánuði. Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu, hækkaði á sama tíma úr 2,2 milljónum á mánuði í 2,46 milljónir á mánuði, eða um tæp 12 prósent.

Til samanburðar voru gerðir stöðugleikasamningar á íslenskum vinnumarkaði á síðasta ári þar sem samið var um mjög hóflegar launahækkanir einmitt til að greiða fyrir lækkun verðbólgu og vaxtalækkunum. Íslenskt launafólk samdi um 3,25 prósenta launahækkun á síðasta ári og samkvæmt samningunum munu laun á vinnumarkaði hækka um 3,5 prósent á þessu ári og næstu tvö ár.

Launahækkun Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra, á síðasta ári var því meira en þrettánföld á við þá hækkun sem samið var um á almennum vinnumarkaði í prósentum talið. Í krónum talið er hækkunin 45 sinnum sú hækkun sem kom á lágmarkslaun samkvæmt stöðugleikasamningunum á vinnumarkaði. Ef seðlabankastjóri hefði fengið launahækkun í samræmi við kjarasamningana hefðu hún átt að nema ríflega 81 þúsund krónum á mánuði en ekki 1,07 milljónum.

Ásgeir Jónsson hefur ekki farið dult með þá skoðun sína að óhóflegar launahækkanir í samfélaginu, bæði hjá launafólki og stjórnendum fyrirtækja séu eitur í hans beinum í baráttunni við verðbólgu og stór orsakavaldur þess að vextir hér á landi eru svo háir sem raun ber vitni. Frægt er þegar Ásgeir skammaðist út í þá Íslendinga sem leyfðu sér að fara til Tenerife og birta tásumyndir ef sér á Facebook.

Eyjan leitaði skýringa á þessari miklu launahækkun seðlabankastjóra hjá Seðlabankanum, hvort mögulega væri um innsláttarvillu að ræða í ársskýrslunni. Seðlabankinn staðfesti að talan í ársskýrslunni væri rétt. Ástæður hinnar miklu hækkunar væru þær að þurft hafi að leiðrétta laun seðlabankastjóra afturvirkt vegna niðurstöðu dóms Hæstaréttar í máli nr. 39/2023 „þar sem niðurstaða dómsins varð sú að ákvörðun um breytingu á viðmiði sem notað er við að reikna út launabreytingar bankastjóra var dæmd ólögmæt og að óheimilt hafi verið að endurkrefja um hluta greiddra launa. Gera þurfti afturvirkar launaleiðréttingar frá 1.7.2022.“

Þá hafi á síðasta ári verið gert upp orlof við seðlabankastjóra frá fyrra skipunartímabili hans, allt frá 2019.

Eyjan hefur óskað eftir sundurliðun á því hver voru regluleg laun seðlabankastjóra á síðasta ári, hversu há fjárhæð kom til vegna launaleiðréttingar á grundvelli hæstaréttardómsins og hversu há fjárhæð kom til vegna uppgjörs á orlofi.

Í samtali við Eyjuna segir Vilhjálmur Birgisson að mikilvægt sé að fá það upp á borðið hversu mikið regluleg laun seðlabankastjóra hafi hækkað á síðasta ári. „Þessar tölur gefa ekki til kynna að hann eða Seðlabankinn yfirleitt sé á sömu vegferð og launafólk í landinu þegar kemur að því að sýna ábyrgð. Seðlabankinn og æðstu stjórnendur hans verða að fara á undan með góðu fordæmi annars er trúverðugleiki bankans enginn.“

Eftir að fréttin birtist hafði Seðlabankinn samband við Eyjuna og óskaði eftir því að fram kæmi að regluleg laun Ásgeirs Jónssonar hefðu hækkað um 2,5 prósent 1. júlí 2024. Bankinn telur villandi að taka heildarlaunagreiðslur til hans á síðasta ári og deila með 12 til að fá fram mánaðarlaun hans þar sem hækkunin frá fyrra ári stafi nær eingöngu af leiðréttingu samkvæmt hæstaréttardóminum og uppgjöri orlofs.

(tekið til láns; af vef dv punkts is, fyrir stundu)

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.4.2025 kl. 16:28

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það væri eftir Why Iceland viðundrinu að kaupa dollara og handónýtar evrur í forðann nú þegar stjórnvöld í Banaríkjunum gera allt sem í þeirra valdi stendur til að lækka gengi dollarans.

Bretar hafa fyrir reyndar löngu lagt hald sitt á gullforðann og láta hann ekki af hendi. Nú væri gáfulegast að setja eggin í sem flestar körfur og má í því sambandi nefna suðfé og smábáta, -sem víðast um land.

Magnús Sigurðsson, 11.4.2025 kl. 17:28

5 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

... eða fyrrum starfssystir hans úr greiningardeildinni sem nú deilir með honum alræðisvöldum landsins: Því eitt veit ég um ráðgjöf þeirra tveggja, og það er að fái þau að ráða einhverju, fer allt í steik.

Sem er ágætt því þá getum við sagt "told you so" og einhvers staðar þurfum við að fá viðurkenningu frá.

Guðjón E. Hreinberg, 12.4.2025 kl. 10:27

6 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

 ... líklega væri þó best að geyma gullið okkar annað hvort í Moskvu eða Saana. Frekar áreiðanlegt fólk sem býr á báðum stöðum.

Guðjón E. Hreinberg, 12.4.2025 kl. 10:30

7 identicon

Sælir; á ný !

Magnús.

Það er rjett hjá þjer; nú þyrfti að láta reyna á hvort Starmer´s stjórnin í Londres (Lundúnum) væri svo skilvís, að Gullforðann mætti sækja, til þeirra.

Guðjón E.

Frekar; myndi jeg treysta stjórnendum í Astana í Kazakhstan - eða þá í Úlan Bator í Mongólíu til þess að varðveita Gullforða okkar.

Frekar óáreiðanlegur; STRÍÐSGLÆPAMAÐURINN V.V. Pútín, til þess að geyma nokkurn hlut fyrir okkur / hvað þá aðra.

Hyggilegast; að taka stjórnendum suður í Saana í Yemen, með verulegum fyrirvörum, Guðjón minn.

Ekki síðri kveðjur; hinum fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.4.2025 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband