Leika bara við Ísrael rétt eins og ekkert sé eðlilegara.

Án þess að útlista frekar hneykslun mína á ólýsanlegum glæpum ísraelsmanna gegn varnarlausum íbúum Gaza og palestínsku þjóðinni, þá minni ég aðeins á að allir leikmenn ísraelska liðsins gegna eða hafa gegnt herþjónustu og því aðeins spurning hve hátt hlutfall leikmanna hafa hreinlega blóð saklausra kvenna og barna á höndunum.

Ég vil hér telja upp nokkrar íslenskar konur og mæður sem gætu hver um sig, aðeins með einu orði lagt þungt lóð á fordæmingu og tilraunir alþjóðasamfélagsins til að stöðva þjóðarmorðið - ef þær kærðu sig um það:

Halla Tómasdóttir - Forseti Íslands.

Guðrún Karls Helgudóttir - Biskup Íslands.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir - Ríkislögreglustjóri.

Kristrún Frostadóttir - Forsætisráðherra Íslands.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Utanríkisráðherra Íslands.

Inga Sæland - Félags- og húsnæðismálaráðherra Íslands.


mbl.is „Mikil ólga í kringum þennan viðburð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

En eigi þurfið þér að berjast við þá, skipið yður aðeins í fylkingu, standið kyrrir og sjáið liðsinni Drottins við yður, þér Júdamenn og Jerúsalembúar.

Óttist eigi og skelfist eigi. Farið í móti þeim á morgun, og Drottinn mun vera með yður. (2. Krón. 20:17).

Guðmundur Örn Ragnarsson, 6.4.2025 kl. 21:26

2 identicon

Sæll æfinlega; Jónatan !

Þakka þjer fyrir; eindræga framsetninguna.

Það er ekki af neinu; sem spjallvinur okkar hjer á blog punkti is:: Sigurður Kristján Hjaltested nefnir þær forynjur, þær Kristrúnu - Þorgerði og Ingu, hverjar skjalla sjálfar sig sem valkyrjur, með þeim ömurlegustu öfugmælum sem finna má, í okkar samtíma.

Höllu - Guðrúnu og Sigríði Björk má kannski telja til vorkunnar, á hversu lítilmótlegum forsendum þær sitja sín embætti:: á vogarskálum siðblindu og siðleysis hver um sig, allsendis yfirmáta hrifningar sinnar á Zíonismanum, eða, . . . . hversu líklegar mætti telja þær, til þess að lýsa yfir fullkominni andúð á glæpa skriflinu Nethanyahú - frekar en hinar þrjár fyrrnefndu ?

Guðmundur Örn Rganarsson; stórfrændi minn (við erum fjórmenningar) er aftur illa skemmdur andlega, af dýrkun sinni og helgislepju, af hinum ósýnilega hrotta- og eyðileggingar guðinum Jehóvah, og ber því að skilja fleipur Guðmundar Arnar í því ljósi, þó sjálfur sje hann góðmenni að öllu upplagi, blessaður drengurinn.

Með beztu kveðjum; sem endranær, af Suðurlandi /     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.4.2025 kl. 22:41

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég þakka ykkur frændum Guðmundi Erni og Óskari Helga innlitið sitt af hvoru tagi.

Ég hreinlega get ekki orða bundist yfir allri hræsninni og tvöföldu siðgæðinu sem öllu hér tröllríður og þessar valdakonur sem ég taldi upp eru að mínu mati ljóslifandi dæmi um þá spillingu, því hver þessara kvenna gæti hreinlega skipt sköpum fyrir vesælings fólkið í Palestínu með lítilli fyrirhöfn - ef þær aðeins liftu litla fingri.

Jónatan Karlsson, 7.4.2025 kl. 08:35

4 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ég held að breytingin úr kappleik yfir í lokaðanleik, sé ágætis sönnun þess að Íslensk menning sé dáin, þó til séu fleiri og dýpri, þá er þessi einföld og skýr.

Guðjón E. Hreinberg, 7.4.2025 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband