24.3.2025 | 11:18
Blóðheitir ráðherrar krafnir svara - ef þær treysta sér.
Það er dæmigert fyrir umræðu og andrúmsloft hér á Íslandi þegar að stjórnmálum kemur, að nú snýst umræðan helst um hvort Barnamálaráðherran hafi flekað og misnotað sextán ára barn, þegar hún sjálf var rúmlega tvítug og þykir víst býsna eðlilegt að hún afsali sér embætti og æru.
Það er minna, eða jafnvel ekkert fjallað um önnur afglöp, en mögulega jafn hormónatengd og æskubrek Barnamálaráðherrans, en þar er um að ræða óskiljanlega heimskulegt fljótræði Þórdísar Kolbrúnar Reykfjarðar Gylfadóttur þegar hún upp á eigin spýtur lokaði sendiráði Íslands í Moskvu 2022 og nú síðast opinberar ákærur hennar, auk yfirklórs og undirtekta núverandi Utanríkisráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur í erlendum fjölmiðlum á hendur rússneskra yfirvalda um að ástæður stjórnmálaslitana hafi helst verið (hlægileg) innbrot og ógnanir gegn sendiráðinu þannig að lífi íslenska sendiherra hafi verið ógnað.
Talskona rússneska Utanríkisráðuneytisins hafnar því opinberlega að nokkur kvörtun eða skilaboð um þessu meintu brot á diplómatískum réttindum sendiherra Íslands í Moskvu hafi nokkurntíma borist yfirvöldum þar í landi og ekki hef ég haft spurnir af þessu alvarlega broti gegn friðhelgi sendiráðsins, fyrr en nú á allra síðustu dögum, þó greinilega sé reynt að eyða og gleyma þessum ótrúlegu ásökunum þessara blóðheitu kvenna, sem þeim ber auðvitað að standa skil á.
![]() |
Sögum ráðherranna ber ekki saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er prýðileg grein og góð. Okkar íslenzku þjóð vantar gagnrýna samræðuhefð um málefni líðandi stundar án þess að farið sé að saka fólk um hatur og ofsóknir. Hins vegar þegar kemur að fortíðinni er fólk tilbúið að æsa sig og hafa skoðanir.
Já mér finnst þetta alveg frábært hjá þér með Þórdísi Kolbrúnu og Rússafóbíu hennar. Af hverju þora svona fáir að hafa óvinsælar skoðanir á þessu landi, sem eru þó sjálfsagðar? Bara ef einhverjir ráðherrar hefðu nú gagnrýnt hana, þá væri staðan betri.
Nú ætti Þorgerður Katrín að minnsta kosti að hefja máls á þessu og kannski snúa til baka, reyna það.
Ingólfur Sigurðsson, 24.3.2025 kl. 15:54
Sæll Ingólfur.
Líkt og oftar, þá erum við á sömu síðunni, en þó verð ég að segja hvað varðar allar vonir bundnar Þorgerði, þá held ég að hún sé jafnvel verri en fyrirrennari hennar - ef eitthvað er.
Jónatan Karlsson, 24.3.2025 kl. 16:04
Ef ráðuneytið hefur ekki gögn sem sýna að kvörtun hafi verið send til Rússa, þá eru þær stöllur sekar um hreinar lygar.
Ragnhildur Kolka, 25.3.2025 kl. 14:51
Já Ragnhildur.
Það er nefnilega það og þögn er víst sama og samþykki - ekki satt?
Jónatan Karlsson, 25.3.2025 kl. 16:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning