17.3.2025 | 11:01
Tilhugsunin um íslenska leyniþjónustu er blátt áfram sprenghlægileg.
Í framhaldi af vaxandi umræðu aukinar umræðu um varnir Íslands, þar sem hver þingskörungurinn á fætur öðrum hvetur til hervæðingar af öllum toga, en eiga sér þó allir eða réttara sagt öll það eitt sameiginlegt, að ógnin ægilega sem steðjar svo yfirþyrmandi að eru baneitraðir og óútreiknanlegir rússneskir heimsvaldasinnarnir, undir stjórn sjálfs höfuðpaurs myrkursins, Pútíns.
Það má alveg fræða þessa þingmenn og svokölluðu hernaðarsérfræðinga á að fyrir utan ítrekaðar erjur og óvild Breta í okkar garð allar götur sem menn muna og sem jafnvel þetta sama fólk hlýtur að hafa haft pata af, en þar fyrir utan þá hernámu þeir okkur 1940 með vopnuðu ofbeldi en auðvitað sömu rökum og t.a.m. Þjóðverjar beittu í sínum hernámum, þ.e.a.s. að þeir væru að vernda okkur.
Það eru líklega eðlileg viðbrögð manneskjunar að með tímanum að aðlagast ruddalegu hernámi og jafnvel byrja að trúa því að það sé í raun og veru einungis í þeim tilgangi að vernda og styðja líkt og við blasir hér og í öðrum hernumdum löndum.
Þó Ameríkanarnir hafi reyndar leyst Bretana af hólmi hér á Fróni og allt hafði snúist um stríðið gegn vondu Þjóðverjunum, þá hefur öllu verið snúið á haus og nú verðum við að standa einarðir með "bandamönnum" okkar staðfastir gegn næstu óvinum og við bara klöppum og hlýðum.
Hvað tillögu um stofnun leyniþjónustu varðar, þá er öruggt að hún verður á líku reki og aðrar stofnanir hér, á borð við fjárvana landhelgisgæslu, lögreglu og dómsstóla, sem draga mætti öll sundur og saman í háði og spotti, en læt það vera að sinni.
![]() |
Talar fyrir íslenskri leyniþjónustu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning