Er þá grundvöllur hófsamra kjarasamninga kenndir við stöðugleika brostinn?

Auðvitað er tónninn í Finnbirni forseta ASÍ þungur og tafarlaus uppsögn kjarasamninga starfsfólks á hjúkrunarheimilum engin tilviljun, nú þegar kennarar semja um nær 45 prósenta hærri launahækkanir á næsta samningstímabili, heldur en skjólstæðingar Sólveigar Önnu létu sé nægja, í ljósi þess sjónarmiðs að hafa áhrif til lækkunar á ofurvexti og verðtryggingar, sem auðvitað væru mesta hagsbótin fyrir alla, líkt og t.a.m. kennara.

Auðvitað er ýmissa úrbóta þörf hjá kennurum vegna aukins álags og krafna, en það sama gildir ekki síður um aukið álag á starfsfólk hjúkrunar- og meðferðarstofnuna.
mbl.is „Við höfum verulegar áhyggjur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Auðvitað er það  þannig að ALLIR vilja HÆRRI laun og betri vinnuaðstæður.

En að mínum dómi er kjarabarátta hér á landi komin út í skurð.  Kjarabaráttan hér á landi hefur lítið sem ekkert breyst frá upphafi.  Ekki má misskilja skrif mín þannig að ég sé á móti bættum kjörum launafólks en ég held að hún sé svolítið þannig menn standi bara upp og detti strax aftur.  Ég sé það þannig að með því að LAUNIN hækki þá hefst bara þessi venjulega "víxlverkun" þá HÆKKAR verðlag á markaði og þegar upp er staðið þá VERSNA lífskjörin bara almennt.

Væri ekki sterkara að VERALÝÐSHREYFINGIN og SA snéru bökum saman og berðust saman gegn HÆKKANDI almennu og opinberum vöru- og þjónustuhækkunum? Það er hagur beggja aðila að vinna svona saman ég held að ekki sé neinn hagur að því að sjá atvinnurekendur og launamenn sem andstæðinga held eiga þessir aðilar nokkuð sameiginleg markmið.....

Jóhann Elíasson, 28.2.2025 kl. 09:45

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Jóhann.

Voru ekki þessar síðustu hófstilltu launahækkanir lægstu launahópana einmitt gerðar, í tilraun til að halda vöxtum og verðbólgu í skefjum, en persónulega kemur mér ekki á óvart að betur launaðir hópar líti málið öðrum augum - líkt og vanalega.

Var það ekki annars Héðinn Valdimarsson sem sagði að laun þingmanna mættu ekki vera nema á við tvöföld laun verkamanna, til þess að missa ekki tenginguna við þá?

Jónatan Karlsson, 28.2.2025 kl. 10:22

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þingfararkaup er um það bil tvöföld laun kennara í dag.

Upp úr 1980 minnir mig að þingfararkaup hafi verið á pari við kennaralaun.

Magnús Sigurðsson, 28.2.2025 kl. 16:07

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Háskóla, menntaskóla og grunnskólakennarar voru fram á okkar daga Magnús, réttilega virtir og metnir að verðleikum þó einfaldar barnfóstrur hafi mögulega óréttilega ekki notið sömu þjóðfélagslegrar virðingar, en burtséð frá því, þegar að launum þingmanna kemur í dag, þá blasir spillingin og siðleysið við þegar ákveðnir ónefndir þeirra ná að verða hreinir auðkýfingar eftir jafnvel skamma setu á Alþingi, svo undrafljótt.

Það segir sig til dæmis sjálft, að þegar kjörnir fulltrúar okkar taka afstöðu með erlendum hagsmunum gegn okkar, þá er maðkur í mysunni - segi ekki meir.

Jónatan Karlsson, 28.2.2025 kl. 21:00

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þú mátt ekki misskilja mig Jónatan, -ég er ekki að ýja að því að það sé rétt gefið.

Kjörnir fulltrúar ættu að vera á launum í takt við umbjóðendur sína, -rétt eins og áður var, þannig héldu þeir virðingu sinni.

Magnús Sigurðsson, 1.3.2025 kl. 05:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband