Blautir draumar germanskra demókrata, hvaða nafni sem þeir nefnst hverju sinni, hafa lengi beinst í austur - Drang nach osten.
Gamli þjóðernis sócíalistinn sjálfur, Foringinn heitinn, gleðst eflaust í gröf sinni yfir einarðri samstöðu sameinaðrar Evrópu í baráttuni við hataða Rússana og á hann það kannski ekki skilið - þrátt fyrir allt?
Væri ekki réttlát lausn hinna óuppgerðu eftirmála tveggja heimstyrjalda og kaldastríðsins að auki, að ESB og Rússar berðust til úrslita, án beinnar aðkomu Kína og Bandaríkjanna, annarar en í sölu dýrra hertóla, sem fjárhagur þeirra þarfnast einmitt svo mjög og hreinar línur fengjust að auki í Evrópu til langrar frambúðar?
Bara hugmynd í miðri viku á hjara veraldar!!!
![]() |
Virðist skella skuldinni á Úkraínumenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:37 | Facebook
Athugasemdir
Ef þú króar af rottu þá ræðst hún á þig
Rússar eru með um 5500 kjarnodda tilbúna til notkunar og USA með svipað
Allir aðrir eru samanlagt með um 1000 sprengjur
Þetta eru mun öflugir sprengjur en notaðar voru í Japan og fari þær af stað þá er það gjöreyðing á mannslífum og landsvæðum
Hættum að hlusta á stríðsæsingarmanninn Selenski sem allt vill drepa og eyðileggja
Grímur Kjartansson, 19.2.2025 kl. 15:06
Sæll Grímur
Selenski er auðvitað aðeins auðvirðilegt verkfæri illra afla og hvað kjarnorkuvopnin snertir, þá held ég ekki að ESB ríkin myndu þora að hreyfa sín, þegar rauði herinn flæðir yfir álfuna.
Jónatan Karlsson, 19.2.2025 kl. 15:26
Uppstillingin lítur soldið út þannig einmitt núna - sem er afar áhugavert í ljósi þess að maður veit ekki hvaða vélráð hafa áður verið upphugsuð.
Guðjón E. Hreinberg, 19.2.2025 kl. 16:05
Ég verð að vekja athygli þína Grímur og annara lesenda minna á nýja þrumuræðu Pink Floyd goðsagnarinnar Roger Waters yfir Öryggisráði Sameinuðu Þjóðana, sem sögð er valda titringi og ónotum, aðalega þó hér á Vesturlöndum og efast ég því stórlega um að áskrifendum RÚV verði boðið upp á fræðsluna.
Hér er hlekkurinn: https://www.youtube.com/watch?v=NYKetrodpoY
Jónatan Karlsson, 19.2.2025 kl. 16:08
Þakka þér innlitið Guðjón.
Það er vonandi einhver góðhjartaður sem getur aðstoðað valkyrjurnar blessaðar við að sjá þessa ræðu tónlistarmannsins, því þær virðast vaða í villu og bulli, stelpu kjánarnir.
Jónatan Karlsson, 19.2.2025 kl. 16:35
Sameiginlegir herir Nato ríkja í Evrópu( reikna með að U.S sé komið i varsjárbandalagið) eiga að mínu mati að fara inn í Ukraínu og berjast með Ukraínuher gegn innrásarliðinu. Þetta hefði átt að gera fyrir löngu síðan.Vissulega er hættan á að heimstyrjöld brjótist út en sú hætta er þegar fyrir hendi.
jósef Ásmundsson (IP-tala skráð) 20.2.2025 kl. 08:53
Sæll Jósef
Þjóðverjar hernámu meirihluta Evrópu hratt og örugglega 39 - 40 og síðan ætluðu þeir að bæta Rússlandi við, en við Stalingrad stöðvuðu Rússar sóknina og hröktu þá á undan sér þar til þeir mættu herjum Monty´s og Pattons í Þýskalandi.
Án Bandaríkjamanna, þá hefðu Rússar líklega ekki stoppað fyrr en við Ermasund.
Jónatan Karlsson, 20.2.2025 kl. 10:00
Jónatan. Ég er að sjálfsögðu ekki við að ráðast inn í Rússland heldur aðstoða Úkraínumenn við að hrinda innrásarliðinu í burtu. Á þessu er megin munur.
jósef Ásmundsson (IP-tala skráð) 20.2.2025 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning