15.1.2025 | 12:58
Nýir tímar - ný forysta.
Sjálfstæðisflokknum mætti líkja við fasteign, fremur en lifandi veru sem óumflýjanlega hrörnar og deyr, því þrátt fyrir að flestar fallegustu og merkilegustu byggingar okkar brenni, séu fjarlægðar eða brotnar niður fyrir nýjum og nær ætíð lakari hugdettum, líkt og endurnýjun höfuðborgar okkar er einmitt ljóslifandi dæmi um, þá ættu draumar og hugsjónir rétt á að lifa áfram.
Örfáar undantekningar eru þó hér, á þessu niðurbroti sögu og minninga og má þar nefna stórhýsið að Fríkirkjuvegi 11 og auðvitað Höfða, sem nú stendur við Borgartún, en báðar þessar glæsilegu byggingar eiga sér einmitt sögu tengda Sjálfstæðisflokknum.
Það er kannski of langt gengið að segja að nú sé Snorrabúð stekkur, en eins og staðan er í dag, þá er Sjálfstæðisflokkurinn að hruni kominn og síðustu forvöð að lagfæra, endurnýja og blása í hann lífi, ef vilji er til að sýna þessum fornfræga stjórnmálaflokki þá virðingu sem hann verðskuldar.
Í ljósi nýrra og krefjandi aðstæðna, þá myndi ég velja unga kvenskörunginn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, með sinn skínandi hreina skjöld sem nýjan formann og ef mögulegt væri að fá jarðýtuna og athafnamanninn Elliða Vignisson til að verða hennar hægri hönd sem varaformann hennar, þá gæti ég litið framtíð Sjálfstæðisflokksins bjartari augum.
Ný forysta í uppsiglingu: Hver tekur við taumunum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mér fannst það kristallast dálítið í samræðum við menn hér í þorpinu, fyrir þessar skrýtnu sápukosningar nú fyrir jólin, að sjálfstæðismenn svo til allir - sem ég ræddi við - sögðu að þeir styddu Arnar Þór og hans málefnaflutning en myndu kjósa "flokkinn" til að verja hann falli.
... og svo segjast þeir ekki vera kommúnistar.
Guðjón E. Hreinberg, 15.1.2025 kl. 14:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning