Efast líka um frægasta morðmál Íslands.

Steinun Kristjánsdóttir fornleifafræðingur setur fram þá skoðun sína að Bjarni Bjarnason og Steinunn Sveinsdóttir hafi saklaus verið dæmd til dauða fyrir að hafa myrt maka sína, árið 1802 á Sjöundá og setur að auki fram þá skoðun að settur sýslumaður og yfirvöld í þessu fræga máli hafi þvingað fram játningar með harðræði og séu því í raun hin seku í málinu.

Nú árið 2025 þarf ekki fornleifafræðinga til að komast að hinu sanna í lang frægasta og umfangsmesta sakamáli Íslandssögunar og svo hrikalegu, að þjóðfélagið lék hreinlega á reiðiskjálfi áum saman og skelfur reyndar enn.

Munurinn á Sjöundá og Geirfinns-og Guðmundarmálunum er nefnilega sá að hinir seku í því síðarnefnda eru að öllum líkindum enn í fullu fjöri eftir langt og áhyggjulaust líf.

Fórnarlömbin í G og G málunum, sem máttu þola ótrúlegt harðræði áður en tókst að þvinga fram einhverskonar játningar, sem reynt var nánast jafnóðum að draga til baka, voru reyndar hvorki hengd né hálshöggvin, en eigi að síður svipt lífi. Auðvitað hafa yfirvöld og ekki síst Hæstiréttur Íslands glatað öllu trausti og virðingu eftir hraklega aðkomu sína alla í þessum rakalausu málum - báðum án nokkura einustu haldbærra sannana.

Nýlega kom fram enn einn vitnisburður, sem snýr að Keflavíkur hlið málanna, sem auðvitað er reynt að gera lítið úr og að sögn útgefanda, einungis vísað aftur til föðurhúsana - Keflavíkur lögreglunar.

Auðvitað voru eftirlifandi fórnarlömb lýst saklaus og fengu fébætur eftir fimmtíu ára martröð, en er ekki í raun og veru kominn tími nú, til að byrja á að finna og dusta rykið af þeim málskjölum Keflavíkur rannsóknarinnar sem hurfu á leiðinni til Reykjavíkur lögreglunar að sögn Hauks Guðmundssonar rannsóknarlögreglumanns í Keflavík - og hefja rannsóknina frá upphafi, alveg upp á nýtt?


mbl.is Efast um eitt frægasta morðmál Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvar eru líkin?

Guðmundur Ásgeirsson, 10.1.2025 kl. 16:45

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Guðmundur.

Þú ert rosalegur, því þú krefst ætíð að maður leggi höfuðið í bleyti.

Ef ég stæði á götu í Keflavík 1973 með lík fyrir framan mig, sem ég yrði að láta hverfa vegna aðkomu minnar að glæpnum, þá væri ein öruggasta leiðin sem ég get ímyndað mér, að koma því í grunn að húsi eða öðru mannvirki sem til stæði að steypa yfir næstu daga.

Þannig að grúskari á borð við þig (sem finnast ekki innan lögreglunar, eins og þekkt er) gætir fundið úr stöðu byggingaframkvæmda á Suðurnesjum þennan tiltekna dag og síðan auðvitað byrja á að athuga hvort einhver þeirra nafna sem nefnd eru í frumrannsókn málsins eigi, eða hafi aðgang að einhverju slíku mannvirki nákvæmlega á þeim tíma o.s.fv.

Hver örlög líkamsleifa Guðmundar urðu, eru mér algjörlega hulin ráðgáta.

Jónatan Karlsson, 11.1.2025 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband