Sýnir aðeins hræsnina og innrætið.

Þorgerður utanríkisráðherra lætur það verða sitt fyrsta verk að skunda á fund umboðslausrar leppstjórnar Vesturlanda í Úkraínu, en því til upprifjunar þá var löglega kosinn og ÖSE vottuð stjórn þess lands hrakin brott með aðstoð málaliða í vopnaðri stjórnarbyltingu að hætti CIA, líkt og vara-utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Victoria Nuland staðhæfði síðar.

Það vekur athygli að svokallaður utanríkisráðherra landsins þakkar Þorgerði þær mörg hundruð milljónir sem hún hefur líklega haft meðferðis, en minnist ekki orði á milljarðana sem Bjarni og Kolbrún greiddu síðustu árum, sem vekur grunsemdir um að þær súru skattgreiðslur Íslendinga hafi ekki náð alla leið, allavega ekki vitneskju þessa ráðherra.

Það er stutt í krókudílatár Þorgerðar, þegar talinu er beint að stórum svæðum þöktum jarðsprengjum, en eins og máltækið segir, þá er eins dauði, annars brauð og það sem krossberinn Þorgerður veit kannski ekki, þá voru allavega til skamms tíma sænskar gæða jarðsprengjur þær fyrirferðarmestu í alþjóðlega vopnabraskinu.


mbl.is Þakkaði Íslandi mörg hundruð milljóna stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Það er undarlegt "hjálp" og meðvirkni að senda milljónir til vopnakaupa, til þess eins að valda manntjóni og meiðslum, til að styðja við NATÓ fyrirskipanir um að ná þarna völdum!

Gunnar Rögnvaldsson var einn margra sem sá það strax frá upphafi, að þetta yrði hryllilegt mannfall til einskis, og kallaði þetta stríð verra en Víetnamstríðið. En ráðamenn hafa ekki til að bera þannig hæfileika, heldur bara hlýðni við afvegaleidda Elítu.

Góður pistill og nauðsynlegt að koma með þennan punkt.

Ingólfur Sigurðsson, 8.1.2025 kl. 05:55

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Ingólfur.

Já því miður virðist þessi nýja stjórn ætla að öllu leyti að feta í fótspor fyrri spilltu kvistlinga stjórnar miðað við fréttir dagsins hér á mbl.is og ekki lýgur Mogginn eins og við vitum báðir.

Fyrir utan þessa sannkölluðu Bjarmalandsför Þorgerðar í fótspor fyrirrennara síns, þá tekur nú aldeilis að falla hratt á geislabaug nýja samgöngu-og sveitastjórnarráðherrans og reyndar alls Flokks fólksins - að því virðist því miður enn frekar með degi hverjum.

Jónatan Karlsson, 8.1.2025 kl. 06:27

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Svona fljótt!!   virtist markað í glottið!? 

Helga Kristjánsdóttir, 8.1.2025 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband