2.1.2025 | 05:49
Að snauta burt með skottið á milli lappana.
Þessi kúvending afstöðu Eyjólfs Ármannssonar og reyndar sömuleiðis formanns Flokks fólksins til afstöðunar gegn samþykkt á hinni illræmdu staðfestingu bókunar 35 á EES samningnum, sem Eyjólur sjálfur hefur lýst á þá leið, að öllum þeim sem hefðu áhuga á fullveldi Íslands, bæri að berjast gegn þessari bókun, eins og þar á meðal hann sjálfur.
En því miður þá rifjast upp dæmisagan eða málshátturinn sem segir eitthvað á þá leið, að enginn borgarmúr sé svo hár og rammgerður, að asni klyfjaður gulli komist ekki yfir hann.
Segir af sér formennsku Orkunnar okkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jónatan, -kannski má segja að skottinu sé slaufað fyrir stólinn.
Sammála þér, þetta lítur svipað úr og með asnann og borgarmúrinn.
Magnús Sigurðsson, 2.1.2025 kl. 06:27
Já, góðan daginn Magnús.
Þessi lúalegi umsnúningur minnir einna helst á kosningaloforðs svik Steingríms J. hérna um árið.
Jónatan Karlsson, 2.1.2025 kl. 07:19
Mér finnst hegðun Eyjólfs undanfarið vera klassísk fyrir Íslensk stjórnmál, skítt með gildismatið og orðræðuna, ef þú bara færð stólinn.
... og þar erum "við" sem þjóðfélag undangengin 30 ár; ókeypis hóra.
Fyrirgefðu, en ég á ekki mildari orð en þetta.
Guðjón E. Hreinberg, 2.1.2025 kl. 20:48
Sæll Guðjón.
Auðvitað er ég sammála portkonu samlíkingunni, en ömurlegast af öllu þykir mér þó beinn og óbeinn stuðningur allra þessara voldugu feminisku ráðakvenna okkar við hroðalegar aðfarirnar við útrýmingar gyðinga á Palestínumönnum.
Enginn þessara kvenna, hvorki biskup, forseti né nokkur önnur þeirra hreyfir svo mikið sem andmælum við óbreyttum samskiptum við morðingjana í íþróttakeppnum né dansinum og söngnum á sviði Eurovision - bara eins og ekkert sé.
Hernaðarstuðningurinn úr vösum mínum og þínum við Selenski og félaga, er líka heimskulegur og jafnvel glæpsamlegur, líkt og mun örugglega sannast þó síðar verði, þó konurnar í Utanríkisráðuneytinu verði örugglega ekki dregnar til ábyrgðar þá frekar en nú.
Ég minnist þess að það var mikið talað og sungið um upp úr 1970 hve mikið heimurinn myndi breytast og batna þegar herskáum körlum yrði ýtt til hliðar og blíðar og skilningsríkar konur næðu meiri völdum - Manst þú líka eftir því?
Jónatan Karlsson, 3.1.2025 kl. 01:55
Hvað er "illræmt" við fyrirhugaða skyldubundna innleiðingu bókunar 35.
Er hún ekki bara liður í því að fylgja löngu gerðum samningi?
Guðmundur Ásgeirsson, 4.1.2025 kl. 00:07
Sæll Guðmundur.
Ég lít einungis á þessa í það minnsta umdeildu bókun 35, að hún undirstriki aðeins enn frekar raforku hlið EES samningsins. Ég geri t.d. ráð fyrir að þú, líkt og ég greiði grófar hækkanir mánaðarlega, sem er ekki í takti við þau áform að eftir að raforkuverin, hvert á fætur öðru yrðu skuldlaus og þ.a.l. eign þjóðarinnar (okkar) og verðlag eftir því.
Greinilegt er raforku ástandið í Noregi, en þar kostar hver sturta stórfé, eins og þú hlýtur t.a.m. að hafa heyrt um.
Verandi hér í EES, þá er það eitthvað bogið við að t.d. Kanada bjóðist að mörgu leyti hagstæðari tollvöru samninga en okkur við ESB, án þess að ég geti fjölyrt frekar um það.
Mitt álit er reyndar að Ísland eigi að byrja á að sækja um aðild að BRICS og að kínverska Belti og Braut samkomulaginu og spila áfram eftir þróun þeirra samninga (t.a.m.úrsögn úr EES, Schengen og NATO ef vindar blása þannig) - Ef við erum virkilega að hugsa um framtíð og persónulega hagsæld okkar og síðast en ekki síst, fullveldisins Íslands.
Jónatan Karlsson, 4.1.2025 kl. 01:16
Sæll Jónatan.
Ég veit að bókun 35 er umdeild en ég var ekki að spyrja um það heldur hvað væri "illræmt" við fyrirhugaða innleiðingu hennar? Orðalagið gefur til kynna eitthvað slæmt og ég hefði því áhuga á að vita betur hvað þú átt við með því.
Bókun 35 hefur ekkert sérstakt með raforkumál að gera. Ef þú heldur að hún geri það hefði ég áhuga á að vita um hvernig þú komst að þeirri niðurstöðu.
Mér sýnist á athugasemd þinni að þú viljir kannski úrsögn frá EES samningnum. Ef svo er, væri þá ekki eðlilegast að þú kæmir fram með það sem meginafstöðu frekar að beina spjótum sérstaklega að einungis einni grein sem tilheyrir þeim samningi og kemur fram í bókun 35 við hann?
Guðmundur Ásgeirsson, 4.1.2025 kl. 01:38
Já, sæll aftur.
Að útskýra orðið illræmt, þá er t.d. nærtækt að vitna í orðrétta lýsingu og þar með skoðun Eyjólfs Ármannssonar á umræddri bókun, sem hlýtur að teljast að hann geri illan róm að henni - ekki satt.
Hvað þessa bókun varðar, þá lít ég einungis á hana sem frekari staðfestingu (spægipylsu aðferðin) á frekari samruna við Evrópusambandið, sem mér líst (skiljanlega) hreint ekki á.
Ég mæli eindregið með að þú kynnir þér framgang BRIKS og Belti og brautar áætlunarinnar, ekki síst í austur Evrópu, t.a.m. Serbíu.
Ef þú hefur áhuga á að fræðast um báðar hliðar á málum á borð við Gaza, Úkraínu og ágreining stjórnmála afla innan USA, þá getur þú horft á kínversku stöðina cgtn.com sem hefur gjarna fréttamenn beggja vegna borðsins, sem tíðkast ekki hér frekar en í ESB - eins og þú hlýtur að vera meðvitaður um (o;
Góðar stundir
Jónatan Karlsson, 4.1.2025 kl. 03:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning