Léttvæg fyrirheit og heitstrengingar Flokks fólksins.

Bróðir minn, blessaður drengurinn skrifaði mér orðrétt í gær: "Flokkur fólksins er að skíta í buxurnar með kosningaloforðin sín. Það er ekkert að marka neitt sem nokkur maður segir hér á Íslandi"

Þessi bitra yfirlýsing trúfasts kjósanda flokksins er líklega sérstaklega byggð á gjaldfelldum digurbarkalegum kosningaloforðum formannsins og ekki síður yfirlýsingum nýja Samgönguráðherrans, Eyjólfs Ármannssonar, sem segist nú þvert á fyrri staðhæfingar, ætla að söðla um og sé nú reiðubúinn að samþykkja bókun 35 á EES-samningnum sem hann sjálfur hefur þó ítrekað bent á að sé augljóst stjórnarskrárbrot og útvötnun á fullveldi Íslands.

Það hlýtur að blasa við öllum hvert stefnir í sjálfstæðis-og velferðarmálum þjóðarinnar, þegar að auðlinda þjófnaði á borð við orkuna okkar úr virkjununum sem áttu að verða hrein bú bót heimila landsins, þegar þær yrðu skuldlausar eins og er nú að raungerast, en hver er staðan nú þegar við fáum sífelt hækkandi orkureikninga og til hvaða ráða hyggjast garðyrkjubændur landsins sem nú eiga von á 30% verðhækkun grípa til?

Við Íslendingar erum því miður á hraðri leið í Evrópsk hnignandi gildi, sem eru hörmulega sorgleg endalok fallega fullveldisdraumsins.


mbl.is Hækkunin með öllu ólíðandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Sorglega er, að líftími okkar ungu þjóðar náði aðeins

80 árum og er nú fórnað af lándráðafólki fyrir EU.

Hef alltaf sagt og segi enn. Að ein mesta hræsni sem

á sér stað hér á landi, er þegar menn sverja þingmannaeiðin

og svíkja hann svo strax þegar sest er í stólanna.

Skiptir þá engvu máli hvar í flokki þú ert staddur.

Allt eitt stórt skítapakk.

Sigurður Kristján Hjaltested, 29.12.2024 kl. 12:05

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Sigurður.

Evrópusambandið vill einfaldlega auðlindir Íslands og aðganginn að norðurskautinu og öllum brögðum verður beitt.

Jónatan Karlsson, 29.12.2024 kl. 13:25

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Við erum líka á hraðferð að skipta um þjóð í landinu og láta enskuna taka við af íslenskunni.

Sigurður I B Guðmundsson, 29.12.2024 kl. 16:13

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Bókun 35 felur ekki sér stjórnarskrárbrot. Það er sérstaklega áréttað í henni að EES samningurinn feli ekki í sér framsal löggjafarvalds.

Ég ráðlegg öllum sem vilja láta málið sig varða að byrja á að lesa frumvarpið sem utanríkisráðherra lagði fram í mars 2023 vel og vandlega. Það eru mjög ítarlegar skýringar í greinargerðinni sem fylgir frumvarpinu.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.12.2024 kl. 18:31

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þær eru varla byrjaðar enn og hafa þegar náð að auka vonleysi og örvæntingu.

Þær hafa kannski 4 ár til þess að gera ástandið jafnvel enn verra.

Að þeim loknum verða þær, eða einhverjir jafnvel verri kosnir í staðinn.

Ásgrímur Hartmannsson, 29.12.2024 kl. 21:34

6 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sælir félagar.

Mér persónulega þykir margt stefna hér á verri veg en þyrfti. Lítum bara okkur nær og lítum á Færeyinga.

Ég álít þessa bókun einungis enn eina spægipylsu sneið af því stolta sjálfstæða fullveldi, sem var um skamma stund svo unaðslegt með eldmóði, skrúðgöngum og blaktandi fánum.

Jónatan Karlsson, 30.12.2024 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband