Ný stjórn, en sami gamli grauturinn?

Nú á Þorláksmessu 2024 verður fyrsti ríkisstjórnarfundur þessarar nýju stjórnar sem margir binda miklar vonir við, en þegar í fyrstu viðtölum eftir að valkyrjurnar ákváðu vegferðina og síðar í hefðbundnum lykla skiptum í ráðuneytunum, þá byrjaði glansinn strax að fölna.

Það virðist þegar líta út fyrir að helstu kosningaloforð Flokks fólksins hafi einhvern veginn rýrnað eða gufað upp í stjórnarsáttmálanum og auðvitað er Evrópusambands draumurinn strax farinn að láta á sér kræla, þannig að draugar fortíðar og fyrri áform og verk Samfylkingar og nýja utanríkisráðherrans rifjast óneytanlega upp.

Það sorglegasta af öllu er þó sú staðreynd að þrátt fyrir fögur fyrirheit og kvenlega hlýju og yndisþokka, þá hyggjast þær halda áfram milljarðastuðningi við fáránlegan stríðsreksturinn í Úkraínu úr rýrum sjóðum okkar Íslendinga og að líta áfram framhjá hörmulegu þjóðarmorðinu í Palestínu, sem þær stöllur ætla greinilega ekki að láta spilla fyrir góðu skapi og sannri jóla-og nýárs stemningu.


mbl.is Fyrsti fundurinn á Þorláksmessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og tveimur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband