þrír leiðtogar - þrjú lykil ráðuneyti?

Það er mjög ásættanlegt að Kristrún verði forsætisráðherra, eins undarlegt það nú er að kalla konur herra, en það er önnur saga, en þá væri það líka jafn eðlilegt að leiðtogar Viðreisnar og Flokks fólksins skiptu með sér ráðuneytum fjármála-og utanríkismála - eða hvað?

Það er megn óþefur af því að formaður Viðreisnar, sem aldeilis á sér í besta falli skrautlega ferilskrá ætli að ota sínum tota væntanlega í krafti hótunar um samstarf við fyrri félaga, sem mætti kalla ódrengilegt með tilliti þess að einungis munar einum þingmanni á stærð flokkana og ef hægt er að tala um einhvern sigurvegara kosningana, þá er það óumdeilanlega ekki hún, heldur enginn önnur en dívan Inga Sæland.

Að því sögðu, þá vona ég að þessi Valkyrju stjórn á landinu hreina, með lýsandi friðarsúluna hafi kjark og þor til að hætta milljarða loftlagsgreiðslum, milljarða vopnakaupum og hugrekki til að slíta öllum tengslum tafarlaust við ógnarríkið Ísrael.

Ég þori þó varla í bjartsýninni allri að láta mig dreyma um þá hugljómun, að þjóðinni verði gefin kostur á að kjósa í síðbúinni bindandi þjóðaratkvæðisgreiðslu um aðild að NATO og EES, sem við vorum nefnilega aldrei spurð um.


mbl.is Kristrún Frostadóttir verður forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég held að orðið sé "ráðherfa."

Vona að það hjálpi.

Ásgrímur Hartmannsson, 20.12.2024 kl. 22:03

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Ásgrímur.

Þetta mun líklega vera það sem kallast að hitta naglann á höfuðið.

Þessi frábæra tillaga þín er að mínu mati orð að sönnu, svo megi hún lengi lifa.

Jónatan Karlsson, 20.12.2024 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband