Tímabært að Bandaríkjamenn fari sjálfir að finna til tevatnsins.

Þessi frétt um vilyrði Bidens fyrir notkun langdrægra eldflauga gegn Rússlandi gefur auðvitað Rússum grænt ljós á að beita sömu verkfærunum.

Það er auðvitað vonandi að blaðrandi stelpubjánanum í Utanríkisráðuneytinu hafi ekki auðnast að setja litla Ísland á lista skotmarka, en aftur á móti myndi ég síður en svo tárast þó einhverri kollhúfuborg Kanana yrði breytt í Gaza II.


mbl.is Bregðast ókvæða við: Pútín ekki tjáð sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Við grátum yfir fólkinu sem deyr á Gaza, í boði Hamas, og biðjum þess að Hamas leggi niður vopn og gefist upp fyrir Ísraelsher svo hildarleiknum ljúki.

Við myndum ekki síðu gráta þá Banadíkjamenn sem myndu falla, ef Biden breytir borgum í Bandaríkjunum í Gaza II, með því að hefja árásir á Rússland.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 18.11.2024 kl. 15:05

2 identicon

Hafa Rússar ekki verið að nota vopn frá öðrum löndum í sínum árásum á innviði Úkraínu? Er ekki erlendur her að berjast við hlið Rússa? Hvers vegna ættu þá ekki Úkraínumenn að fá að nota erlend vopn gegn innviðum Rússlands og hver gæti mótmælt því ef einhver vinaþjóð sendi herlið til að aðstoða þá? Er einhver ástæða til að banna öðrum það sem hinn má?

Frétt um að Úkraínumönnum hafi verið veitt heimild fyrir notkun langdrægra eldflauga gegn Rússlandi kemur til vegna þess að Rússar gáfu grænt ljós með þeim verkfærunum sem þeir sjálfir hafa verið að nota. Herlið frá Norður Kóreu fyllti mælinn.

Og Pútin veit, eins og allir aðrir, að fyrstu Rússnesku kjarnorkusprengjunni verður miskunnarlaust svarað. En styrkur Rússa og varnargeta hefur sýnt sig vera töluvert minni en talið var fyrir innrás þeirra.

Ísland sem skotmark er fáránleg hugmynd einhverra með stórmennskubrjálæði. Strjálbýlt og fámennt land þar sem hernaðarlegur ávinningur sprengjuárásar væri enginn og mannfall smávægilegt. Í Evrópu eru þúsundir þorpa þar sem minni árás mundi skila mun meiri ávinningi fyrir Rússa. En litlu löndin, Eistland, Lettland, Litháen, Moldova og varnarlausa Ísland eru aftur á móti ekkert ólíkleg næstu skref innrásar í heimsveldisstefnu Rússa ef Úkraína fellur.

Glúmm (IP-tala skráð) 18.11.2024 kl. 20:19

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Óljósar og óstaðfestar fréttir segja að Rússar noti að hluta til kínversk vopn, eða frá Norður Kóreu, jafnvel Ísrael eða Arabalöndunum, - sumt kallað falsfréttir, annað rétt.

Glúmm spyr um muninn.

Munurinn er sá að Vesturlönd VILDU ekki taka beinan þátt í stríði gegn Rússum, af sögulegum ástæðum, Kalda stríðið, kjarnorkuógnin og það allt, Hiroshima, seinni heimsstyrjöld, og slíkt.

Þótt Rússar noti hugsanlega vopn eða vopnahluti frá Kína eða Norður Kóreu þá eru það bandamenn sem vitað var um, og stimplaðir sem óvinir Vesturlanda, mismikið þó.

Glúmm gerir sér upp einfeldni.

Menn deila um hvort Ísland sé í hættu. Ég veit það ekki, maður vonar ekki. Kjarni málsins er sá að það sem Þórdís Kolbrún hefur sagt og gert hefur aukið hættuna á að Ísland lendi fyrir hefndaraðgerðum Rússa, og það eru ýkjur að þurfa að gera ráð fyrir verstu sviðsmyndinni, kjarnorkuárás. Tek undir með Glúmm, það myndi ekki ganga upp og því yrði svarað af Natólöndum. 

En ekki hefur Þórdís Kolbrún verið að halda áfram með hlutleysisstefnu íslands og frekar hefur hún aukið hættuna á að við þvælumst inní svona stríð meira. Tap fyrirtækisins á Akranesi er ljótt dæmi, og hennar sök, hvað sem Björn Bjarnason segir. Það var vel rekið fyrirtæki, er sagt.

En við höfum ónýtan málstað hér á Vesturlöndum. Það er ekki þess virði að berjast við Rússa, því við ættum að taka þeirra málstað, við ættum frekar að taka þeim fagnandi um umbótum á okkar þjóðfélagi, sem hatar karlmenn, sem hatar börn og er ekkert nema öfugsnúningur á helgum ritum.

Mér finnst að vísu ekki mjög geðslegt að vera undir stjórn fanta og fauta eða einræðisherra eins og Pútíns, en hvað annað er í boði? Öfgafemínismi? 

Maður á að verja málstað sem er verjanlegur. Málstaður Vesturlanda er ekki verjanlegur. Hann fer gegn Biblíunni mun frekar en málstaður Rússa.

Netanyahu er öfgamaður og hann er ekki dæmi um venjulegan gyðing eða hans stjórn. Frábær eru skrif Gujóns Hreinbergs um þetta þegar hann lýsir muninum á Zíonistum, sem minna á kommúnista og fasista og svo á öðrum friðsömum gyðingum, sem eru eins og friðsamir Vesturlandabúar, við hin.

Ingólfur Sigurðsson, 20.11.2024 kl. 23:24

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Þakka ykkur öllum hugleiðingarnar, þó ég kunni mest að meta skrif Ingólfs venju samkvæmt.

Ég álít reyndar að ef Íslendingar ætla að búa skynsamlega sig undir róstursöm ár framundan, vegna mjög svo skiljanlegra fjörbrota eins heimsvaldis í dauðateygjunum - þá væri fyrsta skref okkar að sækja strax um aðild að því næsta, þ.e.a.s. BRICS. o.s.frv.

Jónatan Karlsson, 21.11.2024 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband