Ömuleg staðreynd staðfest.

Því miður hefur forseti Íslands staðfest illan grun um hlutdrægni hennar varðandi stjórnmál í Bandaríkjunum með þessari vægt sagt, óhefðbundnu og reyndar dónalegu framkomu sinni.

Ég álít líka að hún hefði jafn örugglega fyrir hönd okkar allra orðið með þeim fyrstu til að senda Kamelu Harris hugheilar árnaðaróskir - ef hún hefði á annað borð unnið.


mbl.is Halla ekki óskað Trump heilla en stefnir á það
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Margir líta svo á að fyrir Ísland og Íslendinga sé kjör Trumps ekkert til að kætast yfir. Og viðhorf Trumps til kvenna vel þekkt. Kvenforseti ríkis sem nú sér fram á skerðingu í vörnum landsins og líklegt framsal fullveldis til Evrópusambandsins er því ekki líklegur til að leggja lykkju á leið sína til að óska honum til hamingju og gleðjast með þessum sigurvegara.

Glúmm (IP-tala skráð) 13.11.2024 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband