Vonandi einungis ómerkileg kjaftasaga.

Sú saga gengur, þó lágt fari, að Halla Tómasdóttir hafi fyrir hönd íslensku Þjóðarinnar sýnt nýkjörnum forseta Bandaríkjana þá óvirðingu að láta undir höfuð leggjast að senda honum hamingjuóskir með glæsilegan kosningasigurinn.

Það virðist því miður vera þannig hér á Íslandi, að kjörnir ráðamenn leyfi sér og komist upp með að fara langt út fyrir valdasvið sitt, líkt og sú illgjarna saga varðandi þessa tilteknu embættisfærslu forsetans, líkt og það þá í þágu eigin hvata gæti borið með sér, sem ég vona þó að einhver leiðrétti snarlega, því Halla sýndi og sannaði t.a.m. hvað það veittist henni létt að hneigja sig á hefðbundin kvenlegan máta fyrir Friðriki X Danakonungi þegar á reyndi.

Nokkru öðru máli gegnir þó auðvitað um fáránlegt framferði og skammarlegan talsmáta Utanríkisráðherra okkar, sem guði sé lof er fjarri því að geta nokkurn tíma kallast Þjóðhöfðingi Íslands.


mbl.is Beint: Heimsþing kvenna – seinni dagur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Einmitt.

Guðjón E. Hreinberg, 12.11.2024 kl. 17:29

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Þakka þér innlitið Guðjón.

Jónatan Karlsson, 12.11.2024 kl. 18:21

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

"Menningin er hrunin" skrifaði Guðjón, (sá sami og hér ritar á undan) sá merki pistlahöfundur margsinnis í kófinu. Ég hef oft tekið undir það hjá honum.

Í því finnst mér felast m.a. að þjóðhöfðingjar eða pólitíkusar njóta ekki virðingar manns lengur. 

Það voru engar ýkjur hjá mér þegar ég skrifaði að femínistar væru hryðjuverkamenn og glæpalýður. Tilgangurinn hjá þeim er að rífa niður feðraveldið - sem sagt alla menninguna síðan Vesturlönd urðu kristin fyrir 1000-2000 árum, það er ekkert smá "plan", áætlun.

En nú er komið babb í bátinn. Bakslagið þeirra er meira en bakslag, það er skriða til baka, sem veltur á wókista og femínista sjálfa, og það fólk verður bara að forða sér.

Maður sá þetta á Katrínarstjórninni. Deilurnar um Jón og hvalina er nú bara smádæmi í þessu. Það er allt í rúst þegar farið er gegn feðraveldinu.

Trump er kominn til valda. Ef ekki tekst að sigra femínista og wókista á næstu 4 árum, þá má fólk biðja fyrir sér.

Það verða nefnilega engin mannréttindi lengur eða neitt lýðræði ef þetta wók-lið kemst til valda eftir 5 ár.

Ingólfur Sigurðsson, 12.11.2024 kl. 18:29

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Ingólfur.

Það er frábært þegar þú kryfjar málin og brýtur til mergjar.

Jónatan Karlsson, 13.11.2024 kl. 09:16

5 Smámynd: Jónatan Karlsson

Afsakaðu - auðvitað kryfur þú málin Ingólfur.

Jónatan Karlsson, 13.11.2024 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband