Úkraína er ekki í NATO.

Alþingi Íslands samþykkti lög um inngöngu Íslands í NATO, eða Atlantshafsbandalagið 30. mars 1949 án þjóðaratkvæðisgreiðslu og örugglega í andstöðu við vilja meirihluta landsmanna, en þó með því skilyrði að hér yrði aldrei erlendur her á friðartímum.

Helstu rök aðildarsinna hafa jafnan verið þau að samkvæmt lögum NATO þýðir að ef ráðist er á eitt aðildarríki, þá jafngildi það árás á öll ríki sambandsins og eru þau rök reyndar sterk.

Nú blasir við öllum sjáandi mönnum að tími sé komin til að segja upp, eða endurskoða og kjósa að nýju um aðild að samningnum, því að hann hefur greinilega verið svikinn og svívirtur á alla vegu, eins og fjölmörg dæmi sanna.

Ekki einungis hafa Íslendingar mátt þola að vera meðsekir í illræmdum hernaðaraðgerðum NATO út um allar jarðir, heldur eru nú íslensk stjórnvöld byrjuð að nota beint tugi milljarða af tekjuskatti landsmanna, sem eðlilega er því ekki notaður til þess sem hann er ætlaður, heldur til vopnakaupa fyrir Úkraínu, sem er ekki einu sinni eitt af þeim þrjátíu og tveimur löndum sem varnarsamningurinn umdeildi gengur þó út á að uppfylla.

Í gærkvöldi var fyrsti umræðufundur leiðtoga þeirra framboða sem bjóða fram í komandi kosningum og var þar ekki minnst einu orði á milljarða hernaðar þáttöku Íslands í ögrandi og stórhættulegum átökum okkar við Rússa, né hvað þá heldur lítilmannlegan beinan eða óbeinan stuðningin við gerendur í þjóðarmorðinu hræðilega í Palestínu.

Hvað er eiginlega að okkur?


mbl.is Sigur Trumps neyði Evrópu til að breyta um stefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Hvað er eiginlega að RÚV? Nú er María Sigrún hætt, ekki nógu mikið wók. Maður horfir á þetta á skyldurækni, ekkert kemur á óvart. Vélræn sjálfstýring, eins og vélmenni sem fara eftir línunni frá Elítufjölmiðlunum Vestanhafs.

Þau þykjast hafa mannúð, en hún er bara einskorðuð við sumt.

Hvaða máli skiptir hvort Kamala Harris eða Donald Trump sigrar? Vesturlönd eru á sjálfsmorðsbraut, BRICS eflist og dafnar.

Jafnvel sigur Kamölu Harris breytir ekki þessu, að Vesturlönd eru á hnignunarbraut. 

Þetta fólk vill lifa í sjálfsblekkingum. Sjálfsblekkingin er þeim dýrmætari en annað.

"Múrinn féll í vestur", skrifaði Gunnar Rögnvaldsson. Rétt hjá honum. Vesturlönd urðu að Sovétríkjunum og nú eru Vesturlönd að fara í hundana.

Donald Trump myndi ekki breyta neinu stórkostlega miklu, en ef samskonar pólitík sigrar í fleiri löndum hefði það vissulega áhrif.

Það er æpandi óréttlæti í stríðsrekstrinum núna víða. Proxý stríð, staðgenglastríð, Úkraínumenn eru látnir slátra sjálfum sér fyrir draumóra um Paradís í Vestri! Undir forystu Selenskís!

Múslimar fá ekki réttlæti eða landsvæði. Það er löngu liðin tíð að gyðingar séu í hættu vegna útrýmingar. Aftur eru þeir orðnir drottnandi og auðlegð þeirra vex.

Bæði Trump og Harris lúta Elítunni. 

Pólitík á Íslandi snýst um móðursýki, geðveiki og femínisma. Hlægilegur farsi, ekkert annað.

En vonin er til staðar. Heilbrigðir flokkar og stjórnmálamenn fá meira fylgi í Evrópu. Almenningur fær nóg.

Ingólfur Sigurðsson, 3.11.2024 kl. 21:56

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Þakka þér kærlega Ingólfur fyrir frábæra útskýringu og niðurlag.

Jónatan Karlsson, 3.11.2024 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband