31.10.2024 | 15:31
Er Arnar Þór Jónsson síðasta hálmstrá okkar?
Ástand stjórnmála á Íslandi er í furðulegu sturlunarástandi um þessar mundir, reyndar líkt og óhætt er að fullyrða sömuleiðis um hinar Norðurlandaþjóðirnar, eins og greinilega má sjá á herskáum yfirlýsingum þeirra gagnvart Rússum á þingi Norðurlandaráðs þessa dagana.
Allir þessir ráðherrar virðst hafa gleymt öllu um miskunarlaust hernám Þjóðverja fyrir aðeins einum eða tveimur mannsöldrum síðan og aukin heldur hverjir það voru sem áttu mestan þátt í að vinna bug á nazistum og fórnuðu lang flestum mannslífum í þeirri baráttu.
Ef Arnar Þór sæti nú á Bessastöðum, þá væri öruggt að hann myndi ekki samþykkja fjárlög sem innihéldu tuga milljarða greiðslur í stríðsrekstur í Úkraínu, sem ég vona og treysti þó að Halla forseti okkar muni standa við stóru orðin og vísa þeirri kröfu í þjóðaratkvæði, því auðvitað ætti Bjarni sjálfur einfaldlega að greiða þá eitruðu blóðpeninga úr eigin sjóðum.
Það má líka alveg nefna að þrautpíndir íslenskir skattgreiðendur eru nú þegar með u.þ.b. 4000 Úkraínubúa á framfæri sínu, án þess að skilgreina hve hátt hlutfall þeirra er í raun og veru flóttamenn og hve margir eru einungis ótíndir liðhlaupar.
Ef næsta stjórn okkar verður með þau Bjarna Ben, Þórdísi Kolbrúnu og félagana Sigmund Davíð og Gunnar Braga Sveinsson innanborðs, þá eru framtíðarhorfur Íslands hreint ekki bjartar í áframhaldandi stríði okkar gegn rúsneska birninum hér á hjara veraldar - spái ég.
Alls ekki einstrengingslegur í hugsun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég tek undir með þér Jónatan Karlsson, ef Arnar Þór Jónsson sæti nú á Bessastöðum, þá hefði Þjóðin þar öryggisventil sem ekki myndi bregðast landsmönnum þegar Alþingi samþykkir ólög eins og Þingið hefur gert aftur og aftur.
Við brugðumst sjálfum okkur þegar við höfnuðum honum sem Forseta Íslands. Nú er hann á ný í framboði fyrir nýjan flokk, Lýðræðisflokkinn.
Við Íslendingar höfum því annað tækifæri til að kjósa hann, nú á Alþingi, þar sem hann getur orðið sterk rödd ef nógu margir kjósa Lýðræðisflokkinn.
Með Arnari Þór er nú þegar kominn ferskur andi inn í þjóðmálaumræðuna. Látum ekki þetta tækifæri sleppa okkur úr greipum
Guðmundur Örn Ragnarsson, 31.10.2024 kl. 20:26
Þakka þér innlitið Guðmundur Örn og hvað ágæti Arnars Þórs erum við algjörleg sammála.
Jónatan Karlsson, 31.10.2024 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning