Spá mín um úrslit kosninga.

Eftirfarandi spá mín byggist helst á síðustu kosningaspám og grun mínum um að Samfylking eigi eftir að missa flugið enn frekar, helst vegna brotthvarfs Guðmundar Árna og ekki síður vegna nýrra skrautfjaðra, þ.e.a.s þeirra Dags, Ölmu og Víðis.

Hvað hrun Sjálfstæðisflokksins varðar, þá er það hneyksli hvernig flokkseigendur koma fram gagnvart sínu besta fólki, nú síðast auðmýkjandi meðferðin á Jóni Gunnarssyni og því munu Miðflokkur og Viðreisn njóta góðs af.

Þar fyrir utan hafa kjósendur horft upp á Bjarna formann ráðstafa óbeðinn, mörgum milljörðum sem vantar svo sárlega í gjörvallan rekstur þjóðarbúsins í drápstól á erlendri grundu.

Annar sigurvegari þessara kosninga verður örugglega Inga Sæland, sem þrátt fyrir einræðistilburði sína, hlýtur með eldmóði sínum að höfða til fjölmargra almennra borgara.

Von mín er reyndar að Miðflokkur, Samfylking og Flokkur fólksins geti komið sér saman um næstu stjórnarmyndun fyrir jól.

Miðflokkur............22 %
Samfylking............19
Sjálfstæðisflokkur..13
Flokkur fólksins.....13
Viðreisn.................12
Framsóknarflokkur...6
Píratar.................... 6
Sócíalistaflokkur...... 5
Vinstri græn............. 3
Lýðræðisflokkurinn....1


mbl.is Ný könnun: Sjálfstæðisflokkur dalar og VG botnfrosið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég held að fasistar fái fleiri atkvæði en Miðflokkur.

En svona er ég nú kaldhæðinn.

Fólk er mjög antí-sósíal, í raun, hatar náungann, hatar sjálft sig, vill ekki bera ábyrgð á neinu, og þráir ríkisvald sem ber enga ábyrgðp heldur, og vill að það eyði sér á sem sársaukafyllstan hátt.

Fólk er bjagað þannig.

En... kannski lýgur fólk í skoðanakönnuum... vona ég. 

Ásgrímur Hartmannsson, 25.10.2024 kl. 19:19

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Ásgrímur.

Eru National Socialistar nokkuð teknir að rumska, heldurðu?

En án gríns, þá er svona privat könnun nú aðalega fyrir sjálfan mig til síðari samanburðar, en satt best að segja, þá hefði ég heldur viljað (gamla) Sjálfstæðisflokkinn í stað Samfylkingar í óskastjórnina, en spilling Bjarna o/co og nú síðast undirlægjuhátturinn fyrir glæpum gyðinga og Bandaríkjamanna í Palestínu er bara því miður ófyrirgefanleg.

Jónatan Karlsson, 25.10.2024 kl. 19:58

3 Smámynd: Hrossabrestur

Sæll Jónatan

Þetta rímar nokkuð við mína tilfinningu, Samfylking eigi eftir að tapa á þessu þríeyki sínu og sérstaklega Degi.

Fylgið frá þeim dreifist og fletji út stöðuna sem valdi því að 4+ flokka þurfi til að mynda stjórn og það verði stjórnarkreppa og við fáum að kjósa aftur að vori efir prófkjör en ekki uppstillingar flokkseigenda.

kv. Hrossabrestur.

Hrossabrestur, 25.10.2024 kl. 22:14

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það væri óskandi að þetta væru national sósíalistar. En þetta eru globalistar. Miklu verra.

Ásgrímur Hartmannsson, 25.10.2024 kl. 22:20

5 Smámynd: Jónatan Karlsson

Satt og satt, félagar

Jónatan Karlsson, 26.10.2024 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband