3.10.2024 | 21:14
Trump tekur augsýnilega forystuna.
Þessi síðasta tilraun þessa svokallaða sérstaka saksóknara til að koma í veg fyrir framboð Donalds Trumps er hálf brosleg, þrátt fyrir að hún hafi dugað á forsíðu Morgunblaðsins og þrátt fyrir að ákæran verði ekki tekin til umfjölluna fyrr en eftir kosningarnar.
Í kjölfar tveggja morðtilrauna og ótal fjölbreyttra tilrauna til að stöðva rauðhausinn, þá verður það með degi hverjum greinilegra, að það hlutfall Bandaríkjamanna sem gera sér grein fyrir hörmulegu og sí versnandi ástandi undir stjórn woke-liðs þeirra Biden og Harris, fer ört stækkandi.
Aftur á móti, fyrir ótrúlegt 90% hlutfall heilaþveginna Íslendinga sem segjast aðhyllast Demókrata, þá gætu þeir mögulega hrist af sér galdurinn, ef þeir gæfu fyrrum demókratanum, Róbert F. Kennedy, bróðursyni JFK orðið, t.a.m. í lýsandi ræðu hans frá Walker-Michigan, 27. September 2024, sem finna má á youtube.com
Segir Trump ekki eiga að njóta friðhelgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er sammála þér með þetta, en ég vil einnig segja að ég virði þig fyrir að vera einn af fáum hér á blogginu sem sýnir samúð með Palestínumönnum í Gazastríðinu. Það eru margir bloggarar sem ég met mikils sem ég vil ekki andmæla kröftuglega, sem réttlæta of hörð viðbrögð Ísraelsmanna. Ég reyni að vera hlutlaus, en mér finnst augljóst að trúarskoðanir hafa of sterk áhrif á réttlætiskennd sumra í þessu máli.
En ef stríðsmaskína undir stjórn Kamölu Harris fær enn að mala og hún verður næsti forseti, ja þá er víst full ástæða til að biðja til Guðs.
Ingólfur Sigurðsson, 3.10.2024 kl. 21:38
Sæll Ingólfur.
Allir kannast við sorgina sem slær alla þjóðina við dauðsfall barns eða ungrar manneskju, líkt og riðið hefur yfir okkar litla land nýverið, þannig að það er mér óskiljanlegt hvernig fjölmargir og sérstaklega ráðamenn og yfirvöld okkar láta sem ekkert sé og halda óbreyttu sambandi við Ísraelsmenn bæði í Evrovision og íþróttakeppnum, þrátt fyrir að flestir ef ekki allir þáttakendur þeirra hafi hreinlega blóð á höndunum - Þá skipta nú líf allra barnana greinilega ekki svo ýkja miklu máli!
Þessir ráðamenn okkar, að meðtöldum Forseta og Biskupi, fara ekki einu sinni fram á að við fordæmum og slítum stjórnmálasambandinu við kvikindin!
Jónatan Karlsson, 4.10.2024 kl. 08:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.