10.8.2024 | 13:15
Tekur Ísland t.d. þátt í að leggja verndartolla á kínverska bíla?
Það er að vissu leyti skiljanlegt að Evrópa og sérstaklega Bandaríkin leggi jafnvel yfir 100% verndartolla á innflutning kínverskra bíla af öllum gerðum, til að vernda eigin framleiðslu.
Það dylst engum að fyrir fjárvana alþýðu, þá eru hagstæðir rafmagnsbílar ekki í boði vegna verðsins, en þannig er það víst um flesta hluti, því það er jú því miður dýrt að vera fátækur.
Hvernig í ósköpunum stendur á því að ekki eru í boði ódýrir kínverskir bílar á Íslandi í beinu samhengi við fríverslunar og tollasamninga okkar við Kína?
Getur einhver vís upplýst mig um þetta.
![]() |
Umræða um ríkisfjármálin verið á villigötum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jónatan. Það er fríverslunarsamningur á milli Íslands og Kína. Það er því afar ólíklegt að verndartollar séu lagðir á rafmagnsbíla frá Kína. BYD er t.d. orðið stórt bílamerki á Íslandi eftir skamma viðdvöl.
https://byd.is/
Birgir Loftsson, 10.8.2024 kl. 22:08
Sæll Birgir.
Ástæða ills gruns míns er tilkomin vegna þess að ég hef verið að nota þetta kínverska leigubíla system, sem líkist líklega Uber og hef verið að spyrja umráðamenn bílana sem eru oftast af stærðargráðu sem virðist kosta hér um 7,5 - 9 milljónir (með afslætti) en í Kína kosta þeir rétt um þrjár milljónir.
Það væri nógu gaman að komast að hvað þessir sömu bílar eru seldir á t.a.m. í Rússlandi og Indlandi, ef hægt væri (t.d. með góðum samböndum) að komast að því.
Jónatan Karlsson, 11.8.2024 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.