Óhollar fréttir fyrir almenning á Íslandi.

Íslenskir fréttamiðlar birta fréttir af heimsókn Pútíns til Norður Kóreu og er það örugglega í takti við fréttaflutning Reuter, BBC og spunameistara Pentagons.

Morgunblaðinu er auðvitað nokkur vorkun, þar sem þeir eru háðir styrkjum og meðlögum ríkisvaldsins og skiljanlega að því virðist lítil efni á alvöru blaðamönnum.

Öðru máli gegnir um RÚV, því þessum rándýra forneskjulega ríkisfjölmiðli fylgja nokkrar skyldur á borð við þá, að gæta hlutleysis í öllum fréttaflutningi.

Það verður þó að segja þeim tveimur fjölmiðlum sem ég tek sem dæmi til hróss, eða öllu heldur ritstjórunum vestanhafs, að bein ósannindi eru sjaldgæf, nema örsjaldan, eins og t.d. þegar að Covid-19 eitursprautu herferðinni illræmdu kom.

Þær aðferðir sem beitt er hjá þessum áróðurs málpípum eru fremur þær að fréttir sem ekki falla að ímynd þeirri sem dregin er upp fyrir almenning hér og auðvitað sömuleiðis á öðrum vesturlöndum, eru einfaldlega ekki birtar, né fjallað um á nokkurn hátt.

Flestir fullorðnir og einhvera hluta vegna fremur karlar, hljóta hreinlega að velta vöngum yfir fáum eða nær engum fréttum frá vígstöðvunum í Úkraínu og ekkert heyrist af róstum milli Kínverja og Tævana, eða mannréttindabrota í Tíbet eða annarstaðar í Kína eða Rúslandi um þessar mundir.

Helstu fréttir í Kína þessa dagana eru annars stóraukin viðskipta og stjórnmálatengsl landsins við Nýja-Sjáland og í beinu framhaldi Ástralíu og hvað Formósu eða Tævan snertir, þá eru öll tengsl eyjunar við móðurlandið stöðugt að þróast og styrkjast með gagnkvæmum hætti.

Önnur stór frétt sem lítið eða ekkert var fjallað um hér á Íslandi var að í byrjun þessa mánaðar var haldin í Pétursborg stórbrotinn fjármála-og viðskiptaráðstefna, þar sem leiðtogar og ráðherrar 139 helstu stuðnings-og viðskiptalanda Rússa tóku þátt.

Það er nánast grátbroslegt hvað margir ágætir Vesturlandabúar láta teyma sig til að trúa því að ástand mála í Bandaríkjunum og Evrópu sé einungis í tímabundnu smá ströggli.

Heimsmyndin er einfaldlega að breytast. Viðskipti S-Ameríku við Kína eru t.d. orðin fimmföld á við viðskipti þeirra við USA og Afríka er skiljanlega nánast öll á bandi Rússa og Kínverja.

Ungverjaland, Rúmenía og sérstaklega Serbía eru á fullri ferð í Belti og brautar áformum Kínverja og geta íbúar nú ferðast frjálst án áritunar milli landana, líkt og verið er sömuleiðis að ganga frá í þessum töluðu orðum hvað Ástralíu og Nýja Sjáland varðar.

Ef Stjórnvöld á Íslandi hættu að hugsa um eigin persónulega ávinning og létu sér fremur annt um stórbrotna framtíðar möguleika Íslands sem áhrifaríki í Norður-Atlantshafi, þá ættu þau ekki síðar en strax að sækja um pláss í röða þeirra mörgu ríkja sem séð hafa ljósið og sækjast eftir aðild að sambandi hinna 11 landa sem nú þegar mynda BRIKS ríkjasambandið.

Síðast en ekki síst, þá myndi umsókn að stórbrotinni Belti og braut áætlun Kínverja samstundis bjarga Íslandi frá yfirvofandi þjóðargjaldþroti og fullveldisafsali sem augljóslega vofir nú yfir.


mbl.is Þakkaði N-Kóreu fyrir stuðninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband