Barbarossa hvatning Bjarna á 17. júní.

Þessi svokallaða hátíðaræða Bjarna Ben á Þjóðhátíðardaginn 17. júní 2024, var eiginlega allt annað en hátíðleg.

Þarna stendur trausti rúinn stjórnmálamaður frammi fyrir þjóð sinni og prédikar öðru fremur nauðsyn þess að ganga í takti við ályktanir félaga hans í NATO gegn óvininum í austri, sem minnir óneitanlega á auglýsingar stjórnvalda hjá mörgum þeim sömu vinaþjóðum hans, á blómaskeiði hernáms þjóðverja í Evrópu, nema hvað þá var hvatningin í orði kveðnu: Baráttan gegn Bolsévismanum.

Auðvitað gat Bjarni ekki annað en nefnt nokkur atriði á borð við jafnrétti og sjálfbæra nýtingu auðlinda, sem ástæða er til að gleðjast yfir, en öll þau atriði sem hann lét ósögð eru líklega þau sem eftir þessa ræðu hans standa.

Hann talaði einnig rjóður af innlifun um neikvæða umfjöllun samfélagsmiðla, skautum, netárásir, falsfréttir og ill undirróðursöfl sem láti í auknum mæli til sín taka.

Minnir ekki þessi ræða Bjarna að nokkru leyti á fræga ræðu Joseps Göbbels á síðustu dögum Þriðja ríkisins, þegar allt var í reynd tapað og komið í kalda kol, þegar hann boðaði: Volksturm?


mbl.is Þakkaði Guðna og óskaði Höllu velfarnaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband