Vængstýft landslið.

Ég er alla jafna annálaður bjartsýnismaður, líkt og allir landsmenn mínir, sem treyja þorrann árið út og árið inn hér í vonlausri spillingu og frændhygli, á hraðri leið til fjandans.

Þetta karla landslið okkar í knattspyrnu, sem einungis fyrir fáum árum gerði garðinn frægan og hreinlega skóp milljarða tekjur beint og óbeint fyrir Þjóðarbúið og KSÍ er nú svipur hjá sjón og harla litlar líkur á sigri eða jafntefli gegn Englandi, heldur gætum við tapað sögulega stórt, þó 14 - 2 tapið um árið gegn Dönum verði vonandi ekki slegið.

Raunhæfur sigur öfga kerlinga yfir montnum karlrembu svínum gæti líklega skilað svona 7 - 0 tapi okkar efnilegu óspilltu sveina, án okkar bestu manna - ef vel gengur.


mbl.is Við hverju má búast?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Hér að loknum sigri okkar manna á Wembley, þá verð ég að éta hatt minn og hrósa þeim norska og hreinum sveinum hans fyrir þetta afrek, sem hlýtur að skekja fótboltaheiminn.

Ég er samt enn þeirrar skoðunar að KSÍ og reyndar yfirvöld almennt ættu að anda rólega og telja upp á svona tíu, áður en ungir velstæðir íþróttakappar eru fyrst þvingaðir til að greiða fyrir logn, en síðan sviptit æru og frama og það að því virðist án nokkura rökstuddra sannana.

Vonandi ganga þessar ofsóknir yfir, rétt eins og galdra brennur og drepsóttir fyrri tíma.

Jónatan Karlsson, 8.6.2024 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband