Siðvæðingar er þörf.

Varðandi hrun Vinstri grænna og brotthvarfs Katrínar Jakobsdóttur úr íslenskum stjórnmálum, þá kemur upp í hugann máltækið: Farið hefur fé betra.

Hvað fyrrverandi forsætisráðherra og forseta frambjóðanda snertir, þá er þess líklega brátt að vænta, að hún komi svo að segja út úr skápnum og snúi sér að sínum sönnu hjartans málum í þágu WHO, NATO, ESB eða annara vel borgandi atvinnuveitenda.

Kjör Höllu Tómasdóttur sýndi svo ekki verður um villst, að kjósendur margra ágætra frambjóðenda völdu fremur að kjósa taktískt, einungis til að koma í veg fyrir að spillingaröfl þau, sem eru á fullri ferð með að ræna þjóðarauðlindum okkar allra, með því að eignast sinn eigin stimpil vísan á Bessastöðum og vonandi verður Halla þess trausts verðug.

Nokkurir kolsvartir sauðir standa enn í vegi fyrir siðvæðingu íslenskra stjórnmála og fer þar auðvitað fremstur höfuðpaurinn sjálfur og örugglega illræmdasti og óvinsælasti pólitíkus Íslandssögunar, Bjarni Benediktsson, með Þórdísi Kolbrúnu og nokkra þæga hirðsveina á hælunum.

Arnar Þór Jónson og nokkrir aðrir frambjóðendur á borð við Ástþór og Steinuni Ólínu kveiktu í raun og veru bál það sem náði að stöðva formlega yfirtöku Bessastaða og munu vonandi með hjálp góðra úr öllum stéttum, flokkum og ómengaðra fjölmiðla á borð við Samstöðina og auðvitað Útvarp Sögu að keyra þessa siðbót áfram uns landinu verður borgið.


mbl.is Vinstri græn gjalda afhroð í nýrri könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þetta er mjög vel skrifuð grein og rétt. En eins og máltækið segir:"Sígandi lukka er bezt". Almenningur þarf sjálfur að gera sér grein fyrir þessu og þetta þarf að byrja neðanfrá, hjá grasrótinni. Það þarf að vinda ofanaf þessum snjóbolta til Heljar sem hefur svo margar birtingarmyndir.

Já, ýmis teikn eru á lofti að siðbótin sé hafin. Arnar Þór Jónsson gæti þar verið í fararbroddi, Guð gefi honum styrk til þess. (Eða guðirnir eins og mér finnst réttara jafnvel að orða þetta).

Framboð Arnar Þórs er kannski mesti tímamótaatburðurinn og svo að ómenguð hægrimanneskja varð forseti í fyrsta sinn á Íslandi.

Ingólfur Sigurðsson, 4.6.2024 kl. 15:28

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Ingólfur.

Svona rétt til að bæta gráu ofan á svart, þá finnst mér í fúlustu alvöru að þeir aðilar sem brotið hafa hlutleysis stefnu landsfeðra okkar, sem skein svo skært t.d. þegar yfirvöld okkar afneituðu vegtyllum samfara stofnunaraðild að S.Þ. vegna þeirrar kröfu, að Ísland yrði að segja Öxulveldunum stríð á hendur eftir skilirðislausa uppgjöf þeirra, en stjórnvöld okkar neituðu því og virtu fremur ákvæði stjórnarskrár okkar varðandi ævarandi hlutleysi.

Allt það þjófótta hyski sem að auki hefur selt og gefið hluta af fullveldi Íslands, án samþykkis meirihluta landsmanna á borð við inngönguna í NATO, EES, þriðja orkupakkann og í því framhaldi tekið beina og óbeina þáttöku í stríðsrekstri gegn fjarlægum og jafnvel vinveittum þjóðum, er að mínu mati ekkert annað en hrikalegir föðurlandssvikarar sem ber að refsa grimmilega.

Ef Íslendingar að hreingerningum loknum finna þörf fyrir að tengjast voldugu ríkjasambandi, þá væri út frá ísköldu hagsmuna mati (eins og B.B. orðaði það um árið) margfalt gáfulegara að sækja um aðild að Belti og braut Kínverja og BRIKS, sem útvörður þeirra í N-Atlantshafi og leyfa ESB og NATO að halda áfram að grotna - innanfrá.

Jónatan Karlsson, 5.6.2024 kl. 01:37

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Til frekari skýringar á alvarleika stórfeldra brota yfirvalda og punglausra meðreiðasveina þeirra á Alþingi, þá er hér einföld skilgreining á fyrirbærinu:

Landráð eða föðurlandssvik eru skilgreind sem brot gegn öryggi eða sjálfstæði ríkins, út á við eða inn á við. Sá sem gerir sig sekan um landráð er landráðamaður eða föðurlandssvikari. samkvæmt Wikipedíu

Jónatan Karlsson, 5.6.2024 kl. 10:41

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þetta er vel rökstutt. Verð að taka undir það. Þar að auki Katrín og fólk henni sammála hefur fækkað íslenzku þjóðinni með löggjöfum þar að lútandi, eyðandi börnum fyrir fæðingu. Fræg einræðisstjórn í Þýzkalandi stóð saman sem einn maður, hlaut refsingu fyrir. Okkar einræðisstjórn stendur saman í vitleysu sinni og hlýtur óvinsældir þjóðarinnar. Fer ekki, hlýtur enga refsingu nema flokkarnir minnka... já, þetta er hrikalegt. Fátt eða ekkert gott sem stendur eftir þessa stjórn.

Heimur versnandi fer. Takk fyrir góða pistla.

Ingólfur Sigurðsson, 5.6.2024 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband