29.5.2024 | 13:57
Öllum brögðum beitt til að stöðva Arnar þór Jónsson.
Undanfarnar vikur og mánuði hafa reglulegar skoðanakannanir þriggja einkafyrirtækja tjáð landsmönnum hvernig staða efstu og vinsælustu frambjóðenda í komandi forsetakosningum lítur út á hverri stundu, en jafnt og þétt þó minnt á að í raun og veru séu atkvæði greidd öðrum á borð við Arnar Þór Jónsson því glötuð atkvæði.
Ég hef saknað þess sárt að sjá skoðanakannanir frá Raunvísindastofnun HÍ og reyndar velti því fyrir mér hvort áhugi háskólamanna á þessum kosningum sé ekki til staðar, eða hvort arðbærara sé fyrir fjárvana háskóla að halda sig til hlés að þessu sinni.
Ísland stendur nú á þeim tímamótum að þjóðirnar tvær sem landið byggja, standa nú andspænis hvor annari, því samkvæmt stjórnskipun lýðveldisins verður þjóðkjörinn forseti ætíð að skrifa undir hver þau lög sem sem frá trausti rúnnu Alþingi kunna að berast til löggildingar.
Af þeim frambjóðendum sem helst gætu reynst þrándur í götu duldra áforma núverandi ráðamanna varðandi alla framtíð almennra Íslendinga gegn lævísum áformum svokallaðra alþjóðasinna er að öðrum ágætum frambjóðendum ólöstuðum, Arnar þór Jónsson.
Ég hvet ykkur öll til að grípa í taumana og stöðva óréttlætið, spillinguna og föðurlandssvikin og tryggja okkur öruggan föðurlandsvin til varnar á Bessastaði.
Arnar Þór: Gerir mikla fyrirvara við skoðanakannanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
...Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn......Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi...
Alþingi getur gert að engu allar athafnir forseta en forseti getur ekki stöðvað neitt sem Alþingi hefur samþykkt. Enda hlutverk forseta í stjórn landsins svo til það sama og konungs var eftir að við fengum fullveldi 1918 og hlutverk konungs er núna í stjórnun Færeyja.
Sumir sjá endurreisn konungsveldis og afnám þingræðisins sem einu lausnin á óánægju sinni og hræðslu. Arnar Þór er þeirra maður. Arnar Þór ætlar að róa þá og hugga með því að verja lýðræðið og taka völdin af Alþingi. Og í ábót ætlar hann trúlega að standa vörð um tjáningarfrelsið með því að loka alla spaugara inni.
Glúmm (IP-tala skráð) 29.5.2024 kl. 19:41
Ólafur Ragnar Grímsson sannaði svo ekki var um villst, að staðfastur föðurlandsvinur í embætti forseta getur beitt 26. grein lagana og vísað illræmdum lögum í þjóðaratkvæði, þó reynt hafi verið af málsmetandi fólki, m.a. á borð við.tvær af helstu skrautfjöðrum komandi kosninga, að að bera brigsl á þann rétt hans - eins og allir sem muna eftir ICSAVE kannast við.
Annar forseti á undan Ólafi lét blekkjast til að hunsa bænaskjöl tuga þúsunda landsmanna sinna og neitaði þjóð sinni því um réttinn til að kjósa um aðildina að EES og við önnur tækifæri var forsetum væntanlega gert þegjandi og hljóðlaust að lögfesta hernám svokallaðra bandamanna með aðildinni að NATO og ekki var þjóðin heldur spurð álits um viljuga aðild okkar að árásar stríðum NATO í Írak, Lýbíu og Afganistan og nú síðast að óskiljanlegri styrjaldar aðild okkar gegn fyrrum vinum Íslands, Rúslandi.
Ég álít að minnsta kosti helmingur Íslendinga sjái og jafnvel þjáist vegna spillingar og landráða þeirrar sömu valdastéttar sem tíðkast hefur hér í vaxandi mæli síðustu áratugum og stefnir nú staðfastlega á að ljúka ráni þjóðarauðlindar okkar til fulls á næstu árum.
Ég álít að Steinun Ólína og Ástþór væru verðugir verndarar okkar á Bessastöðum, en er þó sannfærður um að sterkasti kostur almennra Íslendinga í komandi kosningum til að berjast fyrir bjartri framtíð Lýðveldisins Íslands er lögfræðingurinn Arnar Þór Jónsson.
Jónatan Karlsson, 30.5.2024 kl. 01:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.