Þar sem ekki er stafkrókur hér á vefútgáfu Morgunblaðsins þennan laugardagsmorguninn um þau hrikalegu stríðsátök sem Íslenska þjóðin tekur ýmist beinan eða óbeinan þátt í um þessar mundir, þá finn ég mig knúinn til að vekja athygli á raunverulegu ástandi þeirra mála, þó dauðaþögn mbl.is endurspegli auðvitað ekkert annað en vandræðalega þögn Reuters o/co.
Hvað átök okkar í NATO við Rúsland varðar, þá virðist það með degi hverjum ljósara, að mikill meirihluti ríkja og íbúa jarðar tekur fremur afstöðu með Rússum, í átökunum í Úkraínu við Bandaríkin og dygga stuðningsmenn í Evrópu og virðist staðan þar, um þessar mundir, hreint ekki góð.
Önnur átök sem þægar málpípur yfirvalda hér á Íslandi sjá ekki ástæðu til að fjalla mikið um, er auðvitað sú staðreynd að blessaðir vinir okkar, gyðingarnir í Ísrael og auðvitað lýðræðislega kjörnir leiðtogar þeirra hafa nú loks verið dæmdir fyrir glæpi sína, sem ég trúi ekki að þjóð mín geti varið og haldið óskiptum tengslum við Ísrael- eftir sem áður.
Án þess að fjölyrða um þetta hræðilega þjóðarmorð í Palestínu, þá læt ég gamlan gyðing hafa orðið: https://www.youtube.com/watch?v=AxLtxX7kPcU
og enn fremur sérstaklega öldungardeildar þingmanninn Bernie Sanders: https://www.youtube.com/watch?v=rvnYAcn8o3g
Þessir tveir öldnu heiðursmenn útskýra að mínu mati allt sem segja þarf og hvet ég sérstaklega íslenska síonista að gefa sér tíma til að hlusta á orð þeirra tveggja.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það ættu allir að horfa á viðtalið við gamla gyðinginn til að átta sig á hvað áróður hefur mikil áhrif á afstöðuleysi fólks.
Magnús Sigurðsson, 25.5.2024 kl. 13:08
Þakka þér kærlega innlitið Magnús.
Það er ekki óskylt dæmi um áróður eða heilaþvott, hvernig auðlindum Íslands er jafnt og þétt rænt fyrir framan augun á okkur og látið í veðri vaka að það sé einungis vegna skyldu okkar og mannúðar - en það er auðvitað önnur saga.
Jónatan Karlsson, 25.5.2024 kl. 14:44
Mæltu manna heilastur.
Bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 26.5.2024 kl. 13:51
Þakka þér innlitið Guðjón.
Nú eru það svo forseta kosningarnar.
Ég sé marga góða kosti, en ég er víst svo skrýtinn að líka best við óvinsælustu kostina, miðað við skoðunarkannanir.
Ég og reyndar flest allir sem ég umgengst ætlum samt að kjósa Arnar Þór - alveg 100 prósent
Jónatan Karlsson, 26.5.2024 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.