22.5.2024 | 15:49
Eðlileg krafa um alþjóðlegt kosningaeftirlit í komandi forsetakosningum.
Núverandi eftirlit með framkvæmd kosninga hér á Íslandi hlýtur að vera fullreynt, því það er síður en svo hafið yfir allan grun um óskeikulleika, eða með öðrum orðum, rökstudd ástæða til að óttast kosningasvik og ætti að nægja að nefna Borgarnes framkvæmdina síðustu í því samhengi og auðvitað þá undarlegu ráðstöfun að hætta að nota lögreglu til að annast flutning kjörgagna, líkt og tíðkaðst í siðuðum löndum og sem býður því auðvitað upp á fjölbreytta möguleika á misferli.
Almenningur á Íslandi ber lítið sem ekkert traust til yfirvalda og það kannski skiljanlega, svo nú hlýtur það einungis að kallast eðlileg krafa að hlutlausir aðilar standi vörð um öruggt eftirlit í þessum komandi kosningum á þessum síðasta varnagla þjóðarinnar gegn óheillyndum þeim og landráðum sem nú vofa yfir sjálfstæði og bjartri framtíð Íslands.
100 kjörseðlar týndir: Sagðir stolnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jónatan; og þakka þjer þarfar, sem tímabærar ábendingarnar !
Borgarness scandallinn; í Sptember 2021 hefði
nú átt að sýna landsmönnum fram á fáránleikann:
kjörkassar óvarðir og án eftirlits í svo og svo
langan tíma - samt:: situr Kristín Edwald keik
sem frammákona Landskjörstjórnar, en . . . .
jú hún, sem og skelmirinn Ingi Tryggvason í
Borgarnesi eru (að jeg bezt veit) innvinkluð
í FLOKKINN (Sjálfgræðis flokkinn) sem flestum
er kunnugt.
Að minnsta kosti; bar Ingi Tryggvason ábyrgð
á Borgerenss talningunni (fyrir Norð- vestur
kjördæmi 2021) maðurinn er einfaldlega rakið
fífl / og Kristín enginn eftirbátur hans, svo
sem.
Almennt sjeð; má furðu gegna, að frambjóðendur
til komandi Fosreta kosninga skuli ekki ljá máls
á því, að STRÖNG varzla áreiðanlegs fólks, skuli
viðhöfð um kjörgögnin:: já, og plús annað Jónatan,
að ekki skuli uppi krafa um eðlilega pennanotkun í
kjörklefum - í stað blýantanna, hvar jú dugleg
strokleður eru fljót að afmá Blýið - þar sem
óprúttnum aðilum er í lófa lagið að þurrka út
krossa á kjöseðlum - og það:: á LANDSVÍSU.
Það er ekki að undra; að ýmis stjórnmála flónin
hjerlendis hneykslizt á meðhöndlan kosninga í
Hvíta- Rússlandi sem og í Afríku, og víðar.
Fremur kljent; af hálfu Forseta framboðanna og
þeirra, sem standa þar í forsvari, að ljá ekki
máls á:: eða gera SKÝRAR kröfur um heiðarleika
í vinnubrögðum þann 1. VI. n.k., sem og reyndar
framvegis - hvaða nafni: sem ksoningarnar nefnazt
hverju sinni.
Með beztu kveðjum; sem endranær, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.5.2024 kl. 23:00
. . . . afsakið; helvítis prent villurnar,
á hinum ýmsu stöðum.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.5.2024 kl. 23:11
Sæll Óskar Helgi.
Það er reyndar önnur aðferð sem beitt er, sem er að mínu mati á nokkuð gráu svæði, en það eru (keyptar) skoðanakannanir, sem hafa skiljanlega mikil áhrif á endanleg val kjósandans, því ekki vill maður að atkvæðið manns falli t.d. dautt á vonlausan frambjóðanda.
Í flestum samanburðar löndum okkar þá sýnir það sig vanalega að ekki skeikar nema örfáum prósentum á skoðunarkönnunum og endanlegum úrslitum, en hér sýndi það sig í kosningum fyrir örfáum árum, að kleinuhringjaverslun á Laugaveginum skaut öllum þessum fínu og virðulegu fyrirtækjum sem annast þessar kannanir, ref fyrir rass í óformlegri könnun hjá viðskiptavinum þess.
Það ætti hreinlega að bera saman síðustu úrslit þessara fyrirtækja saman við raunveruleg úrslit kosningana og birta og sekta þau sem greinilega voru ómarktæk - svart á hvítu
Jónatan Karlsson, 23.5.2024 kl. 12:18
Sæll á ný; Jónatan !
Alveg hárrjett hjá þjer; tók einfaldlega ekki með
fáránleika skoðana kannanna, ágætt að þú komst inná
þetta mikilvæga atriði.
Að öðru leyti; ítreka jeg þau sjónarmið, sem fram
komu hjá mjer, í I. athugasemd:: að ofan.
Með sömu kveðjum; sem þeim fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.5.2024 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.