Bandarískum háskólanemum enn og aftur nóg boðið - Deja Vu

Það þykir lítt fréttnæmt hér á landi, að ungt fólk og háskólanemar í Bandaríkjunum mótmæli þjóðarmorði því sem þarlend yfirvöld fjármagna og gyðingar í Ísrael framfylgja af fordæmalausri grimmd og hörku. Hér á Íslandi láta yfirvöld og almenningur þær róstur þó ekki raska ró sinni og blindri hlýðni við blessaða bandamennina.

Þessi ófriður og læti rifja upp aðra tíma og önnur mótmæli ungs fólks í Bandaríkjunum sem kennd hafa verið við blóm og tónlist, en þar var um að ræða andstöðu og aðgerðir ungs fólks sem gat ekki lengur horft upp á viðurstyggilegt framferði yfirvalda, bæði í ofsóknum og öfgafullum fordómum þeirra gegn eigin borgurum á heimavelli, en ekki síður gegn blóðugum stríðsrekstri þeirra út um víðan völl og oftast undir merkjum heilagrar baráttu gegn óþokkum eða kommúnisma.

Vekur þetta allt ekki upp einhverjar minningar hjá okkur sem nutu þess að upplifa 68-kynslóðina og næstu áratugina þar á eftir?


mbl.is Vísa mótmælanemendum úr skólanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þessum krökkum er alveg sama og þeir vita ekkert í sinn haus heldur.

Þeir eru leiddir áfram af þjálfuðum æsingamönnum: https://thepostmillennial.com/breaking-columbia-university-says-unaffiliated-persons-are-leading-the-campus-occupation-as-nypd-moves-in

"We believe that while the group who broke into the building includes students, it is led by individuals who are not affiliated with the University.

CBS News' Ali Bauman reports that sources at New York's City Hall said that there was "evidence that the wife of a known terroist is with protesters on Columbia University campus."

... og svo framvegis.

En það er meira: https://thepostmillennial.com/just-in-majority-of-arrests-at-columbia-universitys-gaza-camp-were-not-students

"Approximately 300 were arrested at Columbia University overnight, the majority of whom are not students. "


"In a statement, New York City Mayor Eric Adams said "young people are being influenced by those who are professionals at radicalizing our children.""

Það þarf að taka fyrir þetta, annars verður þetta miklu verra.

Ásgrímur Hartmannsson, 1.5.2024 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband