Karl Jónatansson - aldarminning.

Í dag fyrir réttum hundrað árum, þann 24. febrúar 1924 fæddist á köldum vetrardegi faðir minn, á bænum Blikalóni á Melrakkasléttu og var hann frumburður foreldra sinna.

Mig langar að minnast föður míns, Karls Jónatanssonar harmonikuleikara og sannkallaðs tónlistarfrömuðar, en alla ævi spilaði hann og kenndi, auk þess að semja og útsetja líkt og hundruðir nemenda og samferðafólks minnist hans fyrir.

Harmonikan var hans aðal hljóðfæri og eru það helst á því sviði sem hans er minnst, þegar lög hans hljóma víðsvegar, en pabbi kom samt víðar við í tónlistinni. Hann elskaði gömlu stórsveita sveifluna og hafði spilað bæði á trompet og saxafón þegar hann rak hljómsveit sína um land allt á því blómaskeiði sem stóð yfir á stríðsárunum og u.þ.b. tíu árum betur, eða uns nýir tímar runnu upp með komu rokks og pops sem gerði, að á skömmum tíma söðlaði pabbi um og sneri sér aðalega að harmonikunni og kennslu á hana, þó hann daðraði ætíð við mörg önnur tónlistarform, bæði harmonikusveitir og hefðbundnar stórsveitir auk þess að vera auðvitað nánast frá barnsaldri og fram á gamals aldur hljóðfæraleikari og það að auki eitt og sér í fullu starfi.

Fyrir utan ótrúlega fjölbreytta ferilskrá pabba, þá minnist ég hans í dag öllu öðru fremur fyrir að hafa verið ljúfasti og besti faðirinn í vályndum heimi, sem ætíð var til staðar og átti tíma fyrir umhyggju, ást og kærleik handa litlu fjölskyldunni sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Blessuð sé minning hans. Stórbrotinn maður sem gerði margt fyrir harmonikku tónlistina.

Birgir Loftsson, 24.2.2024 kl. 11:03

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Biggi.

Þakka þér kærlega fyrir hlý orð í garð pabba.

Jónatan Karlsson, 24.2.2024 kl. 12:00

3 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Jónatan, ég tek undir falleg minningarorð þín um föður þinn, Karl Jónatansson.

Ég kynntist honum á Raufarhöfn, þegar ég var prestur þar á árunum 1978 til 1984.

Hann var sannarleg yndislegur maður, hvers manns hugljúfi, sem átti auðvelt með að umgangast fólk, bæði unga og aldan, enda var ásókn í að komast að hjá honum í harmónikunám.

Blessuð sé minning Karls Jónatanssonar.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 24.2.2024 kl. 13:00

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Kærar þakkir og kveðjur til þinna, Guðmundur Örn.

Jónatan Karlsson, 24.2.2024 kl. 13:12

5 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Skemmtilegar æskuminningar og góðar þarna á ferðinni. Tek undir það, blessuð sé minning hans. Ég kannast við nafnið hans af einhverjum ástæðum, annaðhvort hef ég séð það á plötuumslagi eða að afi minn Jón Agnarsson hafi talað um hann einhverntímann. Hann fór að dansa á hverju sunnudagskvöldi meðan heilsan leyfði fram að 98 ára aldri, og það taldi hann eitt af því sem héldi honum ungum. Hann kunni nöfnin á þeim sem spiluðu fyrir dansi á harmonikku og líka einhverja sem hann hafði hlustað á ungur maður fyrir langa löngu.

Já eftir langa og erfiða vinnuviku var það eins og að endurnýjast fyrir nýjan vinnudag að dansa fyrir hann og ömmu á meðan hún var á lífi. 

Tónlistin var mjög mikils virði fyrir þessar kynslóðir, og mér finnst alvöru tónlist tilheyra þeim tíma, og nútímatónlist meira garg og glamur.

Poppið er að vísu mín deild, en ágætar laglínur þarna í þessari tegund tónlistar og takturinn einkennandi.

Ingólfur Sigurðsson, 24.2.2024 kl. 21:37

6 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Ingólfur.

Ég þakka þér hlýlega kveðju í tilefni aldar afmælis föður míns.

Ég er nokkuð viss um að ég hafi hitt þau afa þinn og ömmu á einhverjum uppákomum og pabbi alveg örugglega á þessu litla landi okkar.

Jónatan Karlsson, 25.2.2024 kl. 11:08

7 identicon

Sæll Jónatan; æfinlega !

Tek undir; með þeim öllum hinum - hjer efra.

Faðir þinn; bjó yfir einstakri snilligáfu, í veröld tónlistarinnar.

Man eftir; einstökum harmonikkuleik hans, á mínum yngri árum.

Með beztu kveðjum; í tilefni aldarafmælis föður þíns /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.2.2024 kl. 12:53

8 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Óskar Helgi.

Ég þakka þér fyrir þín fallegu orð og að minnast pabba á aldar afmælinu.

Hann var oft ráðinn einn við ólík tækifæri og undraðist ég oft þegar ég varð vitni að sjá hann vera að spjalla við einhvern gesta í rólegheitum og það í miðju lagi án þess að ruglast hið minnsta í laglínu eða takti og harmonikan er þó ekki beint einfalt hljóðfæri.

Jónatan Karlsson, 25.2.2024 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband