6.2.2024 | 07:10
Brúin Alda.
Þessi tenging milli Kársness og Skerjafjarðar gæti átt rétt á sér ef hún væri hefðbundin tveggja akgreina, auk göngu og hjólreiða aðstöðu, en í núverandi mynd er einungis nafnið ágætt.
Annar þyrnir í miðbæjar mynd höfuðborgarinnar er sá sem mögulega mætti bæta úr, en hann er sá að taka fáránlega lárétta stuðlabergs klæðninguna utan á Landsbanka - Utanríkis ráðuneytis byggingunni og klæða upp á nýtt og það þá með lóðréttu stuðlabergi - en það er auðvitað einungis mitt álit.
Að öðru leyti má fljóta með að allt umferðar skipulag og hreinsun og viðhald á höfuðborgar svæðinu er til hreinnar skammar og allur Borgarlínu draumurinn bull og vitleysa frá upphafi til enda og að lokum alveg óskiljanlegt að ekki sé löngu hafist handa við gerð Sundabrautarinnar.
Ríkisendurskoðandi skoðar Öldu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég hef margoft rölt þar sem brúin á að koma gegnum árin
Yfir sumarmánuðina er fólk þarna á ferli en á veturna varla sála
Áður röltum ég og hundurinn þarna framhjá á leið til mömmu en nú förum við hringinn í kringum flugvöllinn
Núna í janúar og febrúar hafa verið mjög fáir gangandi og nær enginn hjólandi
og hundurinn fær því að vera laus
Grímur Kjartansson, 6.2.2024 kl. 19:55
Sæll Grímur.
Það er væri óskandi að þið og aðrir Reykvíkingar geti notið þess til framtíðar að rölta í friðsæld þarna í nágreni og umhverfis okkar ágæta flugvöll í friði og spekt, en....
Hún er hábölvuð þessi árátta að mölva niður allt gamalt og skemmtilegt í borginni gömlu og troða á hverja lausa tommu einhverjum gráleitum stein kubböldum í einhverjum geldum og kuldalegum stórborga stíl, sem fæstum hugnast og allra síst erlenda ferðafólkinu, sem bjánarnir hjá borgaryfirvöldum halda að þau séu að þóknast.
En svona svona gengur þetta.....
Jónatan Karlsson, 7.2.2024 kl. 06:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.