3.2.2024 | 16:30
Sannleikurinn mun gera yður frjálsa.
Það er sannarlega ágætt að fréttamenn ísraelska dagblaðsins Haaretz hafi komist að sannleiksgildi frásagna svokallaðs viðbragðshóps af hræðilegum aðförum Hamas sem m.a. hefur fallið í frjóan jarðveg hinna svokölluðu vina Ísraels, sem einmitt hafa notað grófustu lýsingarnar sem helstu afsökun fyrir slátrun þúsunda saklausra íbúa Gaza útrýmingabúðana.
Það væri líklega góð hugmynd fyrir íslensk stjórnvöld að kynna sér vel þessar nýju fréttir blaðamanna Haaretz um upplognar lýsingar og frásagnir ZAKA, því nýverið hafa komið fram rökstuddar ásakanir í garð stjórnvalda nokkra dyggustu stuðningsríkja Ísraels þess efnis að ráðamenn þeirra verði ákærðir og dregnir til ábyrgðar fyrir beinan og óbeinan stuðning sinn við yfirstandandi ódæðið í Palestínu sem kallað er nú þegar: Glæpur aldarinnar.
Það er vonandi að þau skötuhjúin Bjarni og Katrín taki að hugsa sinn gang alvarlega áður en þau refsa næst grimmilega eða þá verðlauna höfðinglega og það einungis fyrir orð óvandaðra vina.
Skáldaði upp fjölda hryllingssagna af innrás Hamas | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Samkv. ísraelska blaðinu Haaretz hafa grimmdarverk hryðjuverkamanna Hamas verið ýkt, það má vel vera, sagt er að í stríði sé það sannleikurinn sem fyrst er drepinn. Um það er þó ekki deilt að þeir réðust á saklaust fólk og drápu það á grimmilegan hátt, fólk sem var jafnvel andstætt Netanyahu og stjórn hans. Þetta er í samræmi við þá hugmyndafræði að ef maður getur ekki hefnt sín á þeim sem maður á sökótt við þá eigi að ráðast á einhvern sem er í tengslum við hann jafnvel þótt blásaklaus sé. Þetta er einkennandi fyrir palestínska hryðjuverkamenn í Ísrael og íslamista á Vesturlöndum, þeir beina spjótum sínum helst að saklausu fólki.
Sama hugmyndafræði stjórnar því að Hamasliðar og samherjar þeirra kæra sig kollótta um þótt þúsundir Gasabúa séu dre4pnir í árásum Ísraelshers, enda njóta þeir einskis skjóls né verndar af þeirra hálfu. Þetta fólk er "píslarvottar", efnviður í áróðursstríði þeirra.
Palestínski sálfræðingurinn, Ahmad Mansour þekkir þessa hugmyndafræði. Hann hefur lýst vel siðum feðraveldis ofbeldis og barsmíða sem hann ólst sjálfur upp við.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 4.2.2024 kl. 15:02
Sæll Hörður.
Það er virðingarvert að þú reynir að verja þinn illa málstað, þrátt fyrir að helstu rök þín og þinna, varðandi útbásúnuð og nánast ólýsanleg illvirki Hamas séu að því virðist uppspuni gyðinga sjálfra, eins og þú reyndar óbeinlínis viðurkennir að því best verður séð, en þá stendur eftir að öfgafullar hefndaraðgerðir Ísraels hafa kostað þúsundir saklausra barna og íbúa Gaza lífið og því líklega erfitt fyrir þig og þína líka að bera í bætifláka fyrir það.
Jónatan Karlsson, 4.2.2024 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.