31.12.2023 | 02:09
Ólýsanlega hræðileg myndskeið?
Ef mbl.is er á annað borð á þeirri línu að hvítþvo og færa rök fyrir reiði og heiftarlegum hefndaraðgerðum Ísraelsmanna, þá er frásögn einhvers Haim Otmazgin og andlitsmyndir af meintum fórnarlömbum harla lítilsverð sönnunargögn - sér í lagi þegar það fylgir sögunni að myndskeið af verstu aðförunum séu til, en bara ekki til sýnis lesendum mbl.is og líklega allra annara fjölmiðla.
Við almennir bjánar getum látið okkur nægja myndir af limlestum Palestínu-meindýrum - því þessar sannanir og myndskeið af hinum guðs útvöldu væru líklega of hræðileg til sýninga fyrir okkur óverðuga.
Þessi fréttafluttningur minnir mig helst á þegar Jakob Rubenstein drap Lee Harvey Osvald og lokaði þar með fyrir lausn forseta morðsins (valdaránsins) með þeim rökum að hann vildi hlífa forsetafrúnni við lýjandi réttarhöldum.
Hrottaleg aðkoma eftir árásir Hamas | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
FArðu bara á netið og leitaðu.
Birgir Örn Guðjónsson, 31.12.2023 kl. 08:43
tók 1 gúggl að finna þetta á youtube
https://www.youtube.com/watch?v=wAFDI63yvNQ
Endilega sjáðu að viðbjóðurinn er á báða bóga.
Birgir Örn Guðjónsson, 31.12.2023 kl. 08:52
Ég efast ekki um áróður á báða bóga og búkmyndavélar o.þ.h. tækni, sem ég efast reyndar um að liðsmenn Hamas búi yfir, en ég leyfi mér að birta bút úr færslu Arnars Sverrissonar hér af þessu ágæta og óritskoðaða mogga bloggi. Stór kostur við gaumgæfilegar færslur Arnars er, að þær eru allar byggðar á nákvæmum heimildalista í lok hverrar færslu hans og gef honum hér orðið:
Hinn reynslumikli blaðamaður, Jonathan Cook, bendir á, að blaðamenn virði að vettugi trúverðugar heimildir, jafnvel frá ísraelska hernum sjálfum, t.d. þær, að ísraelskri hermenn hafi sjálfir grandað eigin borgurum og kennt Hamas um. Hann segir:
„Einasta skynsemisniðurstaðan er sú, að fjölmiðlar séu viljugir og virkir þátttakendur í þjóðernishreinsunum og þjóðarmorði á Gaza. Þessir glæpir eru ekki einungis ásetningur Ísraels; þeir eru ásetningur vestræns valdhafaúrvals, sem lítur á Ísrael sem birtingarmynd eigin valds í olíuríku Miðaustri.“
Meira að segja ísraelsku dagblöðin Times of Israel og Haaaretz fjalla um svívirðilegt hátterni landtöku- og hermanna Ísraels á Vesturbakkanum.
Jónatan Karlsson, 1.1.2024 kl. 02:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.