Spurning um ábyrgð í sakamálum.

Hér í þessari frétt er sagt frá niðurstöðu dóms í sakamáli , þar sem hinum dæmda er gert að greiða 30 milljónir í málskostnað, miskabætur og sakarkostnað, auk þess sem tveim öðrum þáttakendum í morðinu var gert að greiða um 10 milljónir hvor.

Auðvitað er eðlilegt að hinir dæmdu beri þann kostnað sem þeir valda og einungis réttlátt að aðstandendur fórnarlambsins hljóti réttlátar fébætut fyrir óbærilegan missinn, en spurningin sem ég vona að einhver vís geti svarað mér er einfaldlega hvort hinum dæmda sé sannarlega gert að standa skil á greiðslunum - eða hvort óskyldum skattgreiðendum úti í bæ sé einfaldlega gert að ábyrgjast reikninginn, bara si svona?


mbl.is Banamanninum gert að greiða tæpar 30 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ríkissjóður greiðir bætur vegna tjóns sem leiðir af broti á almennum hegningarlögum, í samræmi við lög um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota.

69/1995: Lög um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota | Lög | Alþingi

Af dæmdum eða ákvörðuðum bótum, að vöxtum meðtöldum, greiðir ríkissjóður ekki hærri fjárhæð en:
    a. 250.000 kr. fyrir tjón á munum,
    b. [5.000.000 kr. fyrir líkamstjón, þ.m.t. fyrir varanlegan miska og varanlega örorku], 2)
    c. [3.000.000] 2) kr. fyrir miska,
    d. 2.500.000 kr. fyrir missi framfæranda.] 3)
    [e. 1.500.000 kr. vegna útfararkostnaðar]. 2)

Greiði ríkissjóður bætur samkvæmt lögum þessum eignast hann rétt tjónþola gagnvart tjónvaldi sem nemur fjárhæð bótanna. [Bótanefnd tekur ákvörðun um hvort endurkrefja skuli tjónvald vegna bóta sem ríkissjóður hefur greitt.] 1)

Guðmundur Ásgeirsson, 5.11.2023 kl. 16:01

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Þakka þér Guðmundur fyrir upplýsingarnar, sem mér virðast benda til að mögulega í flestum tilvikum bitni kostnaðar og jafnvel rausnalegar bótagreiðslur á óskyldum - ekki satt?

Jónatan Karlsson, 5.11.2023 kl. 17:21

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég hef ekki nákvæmar tölur en mér skilst að oft séu tjónvaldar í svona brotum ekki borgunarmenn fyrir bótagreiðslunum. Þegar svo ber undir lendir reikningurinn á ríkinu, en þó aðeins upp að þeim hámarksfjárhæðum sem koma fram í þeim lögum sem ég vísaði til. Það sem út af stendur eftir það þarf brotaþoli væntanlega að reyna að innheimta beint frá tjónvaldi en eins og fyrr segir eru þeir ekki alltaf borgunarmenn fyrir því.

Hér er frétt þar sem kemur fram að árið 2021 hafi ríkið greitt 198 milljónir króna í bætur til þolenda afbrota. Ekki kemur fram í fréttinni hversu stór hluti þess hafi fengist endurheimtur frá tjónvöldum.

198 milljónir í bætur til þolenda afbrota

Guðmundur Ásgeirsson, 5.11.2023 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband