30.9.2023 | 11:09
Slagorð tuttugasta áratugs tuttugustu og fyrstu aldarinnar
Ritað í tilefni ítrekunar og áherslu svokallaðrar Forsætisráðherra og fylgjenda hennar á bráðanauðsyn þess að hefja tafarlaust rekstur Sannleiksráðuneytis vegna vaxandi óþægðar og ókyrrðar sauðsvarts almúgans gegn fagnaðarboðskaps hinnar heilögu endurræsingar.
Nú á síðustu vikum og mánuðum ber í sívaxandi mæli meira á merkjum um efasemdir í garð síbylju frétta þeirra sem ríkisfjölmiðlar básúna látlaust yfir okkur "upplýsta" vesturlandabúa, hvort heldur sem það snýst um nauðsynlegar bólusetningar, opin landamæri, ný eða breytt kyn, eða bara staðfast hatur á fíflinu Trump og morðingjanum Pútín.
Ég vil af því tilefni nota síðustu málsgrein bloggarans Geirs Ágústssonar frá 28. Sept s.l. þar sem hann fjallar um þessi mál og einfaldlega kalla þessa eftirfarandi aðvörun hans slagorð alls þessa umrædda tímabils:
"Ekki vera bjáninn sem vaknar ekki fyrr en sögutíminn var búinn og situr eftir með baneitraðar sprautur í viðkvæmum líffærum, geldur, með tómt veski og strætókort í stað bíllykla í vasanum"
Vitundarvakning þolir enga bið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, tek undir að þessi færsla Geirs er með hans bestu.
Guðjón E. Hreinberg, 30.9.2023 kl. 12:10
Líka ég.
Helga Kristjánsdóttir, 3.10.2023 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.