19.8.2023 | 11:06
Öskjuhlíðinni bjargað.
Í sjónvarpsfréttum RÚV föstudaginn 18. ágúst, var fjallað um þá kröfu Ísavía að stóran hluta trjágróðurs Öskjuhlíðar yrði að ryðja af eðlilegum öryggisástæðum vegna sífellt brattara að-og fráflugs loftfara á A/V braut sökum hæðar trjánna.
Rætt var við Aðalstein Sigurgeirsson, varaformann Skóræktarfélags Reykjavíkur, sem í mestu friðsemd ítrekaði þá ágætu hugmynd, sem m.a. undirritaður og fleiri flugvallarvinir hafa margsinnis bent á, að einfaldlega mætti lengja flugbrautina sem um ræðir í vesturátt út í Skerjafjörðinn og þar með væri vandamálið vegna gróðursældar Öskjuhlíðar og Fossvogskirkjugarðs endanlega úr sögunni.
Að því sögðu, þá yrði Suðurgatan auðvitað í stokk undir flugbrautinni og þar að auki mætti auðvitað nýta svæðið sem skapaðist norðan lengingarinnar undir annan að svo komnu máli ótilgreindan en nauðsynlegan flugrekstur.
Styðja kröfu um bætt flugöryggi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.