Öskjuhlíðinni bjargað.

Í sjónvarpsfréttum RÚV föstudaginn 18. ágúst, var fjallað um þá kröfu Ísavía að stóran hluta trjágróðurs Öskjuhlíðar yrði að ryðja af eðlilegum öryggisástæðum vegna sífellt brattara að-og fráflugs loftfara á A/V braut sökum hæðar trjánna.

Rætt var við Aðalstein Sigurgeirsson, varaformann Skóræktarfélags Reykjavíkur, sem í mestu friðsemd ítrekaði þá ágætu hugmynd, sem m.a. undirritaður og fleiri flugvallarvinir hafa margsinnis bent á, að einfaldlega mætti lengja flugbrautina sem um ræðir í vesturátt út í Skerjafjörðinn og þar með væri vandamálið vegna gróðursældar Öskjuhlíðar og Fossvogskirkjugarðs endanlega úr sögunni.

Að því sögðu, þá yrði Suðurgatan auðvitað í stokk undir flugbrautinni og þar að auki mætti auðvitað nýta svæðið sem skapaðist norðan lengingarinnar undir annan að svo komnu máli ótilgreindan en nauðsynlegan flugrekstur.


mbl.is Styðja kröfu um bætt flugöryggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband