Er stund stórra breytinga að nálgast?

Á sama tíma og bandarísk yfirvöld stefna af veikum mætti á að draga Donald Trump fyrir dómstóla og nú fyrir vanrækslu á vörslu trúnaðarskjala, þá má jafnvel á miðlum á borð við youtube sjá upptökur frá síðustu dögum, þar sem forstjóri FBI, Christopher Wray sætir yfirheyrslum hjá fulltrúadeild þingsins og er hreinlega dreginn sundur og saman í háði í veikburða tilraunum hans til að verjast beinskeyttum ásökunum þingmanna á borð við Matt Gaetz og Wesley Hunt, þar sem rökstuddar ákærur í garð Biden feðga, Hillary, auk Úkraínu óhreininda og síðustu kosningasvika og greinilegan þátt FBI í þeim málum, koma við sögu.

Miðlar á borð við youtube reyna þó af veikum mætti að ritskoða and-demókratískan áróður, en eigi að síður komast þeir þó ekki með tærnar þar sem íslenskir fjölmiðlar hafa hælana, því þessar "illgjörnu" ásakanir og allar aðrar neikvæðar fréttir eru hreinlega útilokaðar, eins og t.a.m. blasir við á fréttum dagsins hér í blaðinu.

Morgunblaðið er þó þrátt fyrir allt líklega illskásti fjölmiðill okkar, auðvitað með undantekningu hinnar voðalegu og hötuðu Útvarps Sögu, en til gamans læt ég fljóta með þá staðreynd, að í Kína og líklega sömuleiðis Rúslandi er lokað fyrir aðgang að mbl.is sem er þó fjölmiðillinn sem sendiherrar þessara sömu illu ríkja velja að tjá sjónarmið sín í.

Það kaldhæðnislega við þessa ritskoðun er sú staðreynd, að það eru ekki stjórnvöld í þessum hræðilegu einræðisríkjum sem beita mbl.is ritskoðun, heldur er það sjálf netöryggisdeild mbl.is sem hefur sett a.m.k. Kína á svartan lista að þeirra eigin sögn vegna ótta og gruns um mögulegar netárásir.

Það er þó eftir sem áður hægt að njóta allra annara íslenskra fjölmiðla beint og vandkvæðaljóst hvar sem er í Kína, þó auðvitað sé ekki hægt að njóta mogga-bloggs og ómissandi dánartilkynninga í annars ágætum útsendingum Útvarps Sögu, Rúv og Dv.


mbl.is Trump fyrir rétt í Flórída í maí 2024
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ég athuga mbl í tíu mínútur kvölds og morgna og aðeins í þeim tilgangi að vita hvers megi vænta í stríði elítunnar gegn okkur skítugum pöplinum þann dagin.

Að öðru leyti leita ég engra frétta af heimsmálum hjá rörSýn og skRǘvu og hef ekki gert í mörg ár.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 28.7.2023 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband