En nú er hún Snorrabúð stekkur.

Tilefni þessarar færslu er sú að nýlega var til umfjöllunar sú frækilega dáð valinna Íslendinga að heimta skáksnillinginn Robert Fischer úr helju og veita honum þá virðingu og lífskjör sem honum sannarlega bar síðustu æviárin.

Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra fjallaði um þessa djörfu björgunaraðgerð Davíðs Oddssonar og harðsnúinna félaga, auk í raun og veru þjóðarinnar allrar í útvarpsþætti á Útvarpi Sögu nýlega og fór hann þar ekki í neinar grafgötur með að Bandaríkjamenn hefðu hefnt rækilega fyrir þá aðgerð, líkt og þeirra er von og vísa.

Nú bregður svo við að synd væri að segja að drengskapur og hetjulund ríði feitum hesti um sali ráðuneyta og stjórnsýslu hér á Íslandi, hverju sem um er að kenna, en á meðan t.a.m. blaðamaðurinn Julian Assange er látinn rotna í bresku fangelsi fyrir þær sakir helstar að birta myndir af stríðsglæpum bandarískra hermanna án minnstu athugasemda frá íslenskum blaðamönnum og stjórnvöld láta sér í léttu rúmi liggja hvernig gyðingar koma aftur og ítrekað fram við palestínumenn, eða hvernig Saudi-Arabar haga sínum málum og allt í þrúgandi þögn fréttamiðla, þá er voðinn vís.

Það er líka blátt áfram ömurlega sorglegt að verða vitni að nýorðnum einræðis tilburðum þriggja ráðherra, án aðkomu þings eða þjóðar, en þar á ég auðvitað við þær Svandísi Svafarsdóttur, með sinn stórkostlega kolefnis-gjafa gjörning og nú hvalveiðibannið og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, með öfgafullar haturs aðgerðir gegn Rússum og loks sjálfan leiðtogann, Katrínu Jakobsdóttur, sem augljóslega gefur lítið fyrir Fósturlandsins Freyju í stað líklegra áforma um eigin frægð og frama hjá stofnunum á borð við ESB eða NATO.

Framtíðarhorfur okkar unga lýðveldis eru því miður hreint ekki gæfulegar.


mbl.is Telur gagnrýnina ekki eiga rétt á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband