20.4.2023 | 15:30
Kjarnorkuvopn á Íslandi?
Einungis mestu kjánar og forfallnar kanasleikjur trúa þeirri staðhæfingu að þeir kjarnorkukafbátar sem hyggjast leita hér vista og áhafnaskipta komi hingað án þeirra kjarnorkuflauga, sem um borð eru alla jafna, eða dettur nokkrum heilvita manni það í hug að þeir losi sig við sprengjurnar á hafnarbakka í Bandaríkjunum eða annarstaðar áður en þau koma hingað - einungis til að komast hjá því að fylgja landslögum trúgjarna Íslendinga?
Þessi síðasti stórhættulegi gjafa gjörningur Þórdísar Kolbrúnar er að mínu mati einungis enn ein sönnun þess að hún gengur erinda framandi ríkja, líkt og reyndar má segja um allar aðgerðir og framkomu Katrínar forsætisráðherra síðustu misserin og á meðan standa þeir Bjarni og Sigurður Ingi hljóðir eða tjóðraðir hjá, á meðan fósturjörðin er ýmist gefin eða seld.
Þetta er háttarlag sem ég kalla föðurlandssvik.
Gerir Ísland ekki að líklegra skotmarki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.