11.3.2023 | 16:09
Hvað ef Ísland hefði yfir eigin her að ráða?
Ímyndum okkur að Íslendingar hefðu haft nokkur hundruð manna þung-vopnaða herdeild yfir að ráða 10. maí 1940 og þá auðvitað undir stjórn Agnars Kofoed-Hansens lögreglustjóra, í stað þeirra fáu, en vel þjálfuðu lögregluþjóna sem hann hafði til umráða og sem stóðu aðgerðalausir hjá.
Nú getur hver og einn gert sér í hugarlund hvaða hörmulegu áhrif blóðug mótspyrna íslenskrar herdeildar hefði haft á farsæld þjóðarinnar næstu árin, eða jafnvel á gang styrjaldarinnar.
Afstaða almennings á Íslandi til stríðsaðila fyrir hernámið er enn nokkuð á huldu, en ljóst þykir hvar hjarta lögreglustjórans sló, þó aldrei kæmi það í veg fyrir störf hans í þágu íslensku þjóðarinnar á stríðsárunum.
Auðvitað eru allar vangaveltur um íslenskan her hreinasta rugl og þvæla, því allt annað en hlutleysi fyrir okkar litlu þjóð býður einungis upp á hættu á stórfelldum hörmungum, því að leggja allt undir á eina tölu eða aðila, líkt og svokallaðir ráðamenn okkar gera nú, er bæði heimskulegt og býður eðlilega þar að auki upp á rökréttar vangaveltur um spillingu og landráð.
Heimsveldi koma og fara, eins og sagan sýnir okkur öllum og blasir það nú hreinlega við í ljósi fjölmargra vísbendinga, að tími Bandaríkjana og leppa þeirra er að líða undir lok og einungis hægt að vona og biðja að þau horfist í augu við það án þess að tortíma öllu lífi hér á jörðu.
Ef smáríki á borð við Ísland velur á annað borð að binda trúss sitt við ljómandi stórveldi fremur en að sitja hjá, þá væri eflaust t.a.m. giftusamlegra að beina athygli okkar og auðsveipni allri í áttina til vina okkar í Kína.
Viðbúnaður varðar þjóðaröryggi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Varðandi afstöðu almennings til stríðsaðila í hernáminu 1940 er ég nokkuð viss um að hún var allt öðruvísi en afstaðan í dag, sem er lituð af gegndarlausum Hollywoodáróðri í 70 ár. Amma mín önnur sinnti mér mjög mikið í æsku og ég man vel sögurnar hennar. Þau afi bjuggu við Tjarnargötuna á þeim tíma sem hernámið var, leigðu þar meðan afi var að læra og fór svo að vinna í vélsmiðjunni Héðni um 10 ára skeið.
Íslendingar fyrir stríðið voru flestir þjóðernissinnaðir og líka kommúnistarnir. Þá þótti Þýzkaland mesta menningarlandið, meira en Bandaríkin. Tiltölulega fáir voru andvígir Þjóðverjum þá, ekki fyrr en eftir stríðið, og svo eftir því sem árin liðu og fleiri heimildamyndir voru sýndar í Rúv áratugum saman.
Sögurnar sem amma sagði voru á þá leið að fólk hafi verið spennt að vita hvort Þjóðverjar eða Bretar kæmu fyrst. Amma talaði oft um stríðsárin í rómantískum blæ, og hún var þá heitbundin afa, en þegar dátarnir brezku komu kom með þeim nýr menningarbragur samkvæmt henni, þeir voru svo vel klæddir og kurteisir að konurnar féllu fyrir þeim. Fólk var þá að vísu klofið í afstöðunni við hernám Breta, samkvæmt henni. Það breyttist allt með hernum, meira um peninga, og vörur í búðum. Göturnar fylltust af hermönnum.
Átökin voru talsverð í þjóðfélaginu og fólk ekki sammála. Sagt er að harkan í Eflingu minni á orðfærið sem þá var notað.
Já, fólk má athuga það þegar sagan er skoðuð að leggja ekki alveg mælistiku nútímans á fortíðina. Það finnst mér líka vera boðskapur þessa ágæta pistils.
Ingólfur Sigurðsson, 11.3.2023 kl. 20:40
Sæll Jónatan; og þakka þjer spjallið í gær (11. Marz) - og sæll Ingólfur, einnig !
Jónatan !
Sendi þjer hlekk; á tilvísun í Morgunblaðinu https://timarit.is > page Morgunblaðið C - Gleðilega páska (31.03.1988) - Tímarit.is fróðlegt spjall um Magnús Jónsson prúða, sýslumann í Bæ á Rauðasandi o.s.frv.
Þá; getum við sjeð fyrir okkur, hversu aumar landvarnirnar voru árið 1627, þegar Tyrkjaránið (þátttakendur þar: Alsírskir og Hollenzkir æfintýramenn, að uppistöðu) fór fram, frá Austjörðum talið og vestur með ströndinni, hefðu betur verið vopnaðar sveitir landsmanna, til þess að taka á móti því liði.
Ef eitthvað er; er Arnór Sigurjónsson fyrrum skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins óþarflega hógvær í sinni tilllögugerð um íslenzkan her - miklu fremur:: hefði Arnór átt að leggja til, minnst 10.000 manna liðssveit og 5.000 manna varalið / í stað 1000 manna og 500 manna varaliðs, þó ekki væri nema vegna víðernis landsins (cirka 103 þúsund ferkílómetranna).
Fjármögnunin; ætti að verða auðveld : 90% niðurskurður Þjóðkirkjunnar - 80% niðurskurður Ríkisútvarpsins + niðurlag forseta fígúru embættisins suður á Bessastöðum - ráða 8 - 900.000- (miðað við mánaðarlaun) Króna Ríkisstjóra:: fumlausan mann og vandvirkan, í stað hrakfallabálksins Guðna Th. Jóhannessonar. t.d.
Ingólfur !
Framganga; Eflingar fólksins á dögunum var að fullu rjettmæt, með tilliti til ofureflis burgeisa- og græðgis stjóranna, sem þau voru að kljást við;; algjörlega.
Með beztu kveðjum; sem endranær, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.3.2023 kl. 13:27
Sælir heiðursmenn, Ingólfur og Óskar Helgi.
Ég þakka ykkur góðar athugasemdir og verð að segja að venju samkvæmt erum við Ingólfur mikið á sömu skoðunum, en sunnlenska ljúfmennið Óskar Helgi er full herskár að mínu mati.
Góðar stundir báðir.
Jónatan Karlsson, 12.3.2023 kl. 16:18
Sæll Jónatan. Þannig að þú vilt vera áfram undir pilsi Bandaríkjanna? Ekki vera sjálfstæð þjóð? Við vorum stálheppin að fá Bretanna á undan nasistanna. Ekki ertu búinn að gleyma Íkarus áætlun Hitlers? Hvernig heldur þú að umhorfs hefði verið ef Bretar og Þjóðverjar hefðu barist á landi á Íslandi? Ekki veit ég hvað Agnar hugsaði, en það er umhugsunarvert að honum lyndi við alla, Dani, Þjóðverja, Breta og Bandaríkjamenn (hann var í miklu uppáhaldi hjá þeim. Hann talaði reiðbrennandi dönsku enda danskur herforingi að mennt. Mikill framgöngumaður flugs á Íslandi. Ekkert nema gott sem kom frá honum.
Birgir Loftsson, 13.3.2023 kl. 09:10
Sæll Birgir.
Sumir álíta að Öxulveldin hafi verið vondu karlarnir og Bandamenn þeir góðu.
Heldur þú t.d. að þú værir líka enn á þeirri skoðun ef Ameríkanar hefðu ákveðið að standa með Þjóðverjum gegn Rússum, því þá hefði staðan verið önnur í dag - ekki satt?
Þetta snýst nefnilega allt um peninga og Bandaríkjamenn stóðu uppi í stríðslok sem sigurvegarar og náðu þá loksins að ná sér á strik eftir kreppuna.
P.S.
Ég held að ein mestu mistök Þjóðverja í stríðinu hafi einmitt verið þau að verða ekki fyrri til að hernema Ísland.
Jónatan Karlsson, 13.3.2023 kl. 23:23
Takk fyrir þetta, Jónatan. Það skiptir engu máli þó að íslendingar noti 100% af öllum skatttekjum ríkisins til hermála, Bandaríkjamenn, Rússar, Kínverjar, og svo framvegis myndu auðveldlega valta yfir Íslendinga. Þeim mun meiri sem íslendingar verðust, þeim mun meira yrði mannfallið. Er það eitthvað eftirsóknarvert að sturta peningum niður klósettið við kaup á vígvélum og að verða fyrir miklu mannfalli sem engu fær áorkað?
Það er til land fyrir þá sem eru alvarlega veruleikafirrtir. Það land heitir "Cloud Cuckoo Land".
Hörður Þórðarson, 15.3.2023 kl. 02:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.