Totalen Krieg - Mun sagan endurtaka sig?

18. febrúar 1943 - Á þessum degi fyrir nákvæmlega áttatíu árum öskraði Joseph Goebbels áróðursráðherra Hitlers þessi sömu orð, sem áróðursráðherra NATO hyggst kyrja fyrir bandalagsþjóðir NATO á svokallaðri öryggisráðstefnu í Munchen í dag, eins og okkur gefst væntanlega færi á að heyra í kvöldfréttum og sjá betur hér á síðum mbl.is á morgun.

Það er blátt áfram óhuggnanlegt í ljósi stöðu mála í Úkraínu og örvæntingar þeirrar sem greina má augljóslega hjá handbendinu Selenski og hvatningum félaga hans handan Atlantsála, að nú gætu ragnarök í Evrópu nálgast hratt.

Það er einungis hægt að vona að heróp og öll fyrri áhrínsorð Norðmannsins Jens Stoltenbergs hafi ekki tilgangslausar fórnir og hörmungar í för með sér fyrir okkur bandamenn hans í Evrópu, líkt og eftirminnileg hvatningaræða Göbbels kollega hans á Berlin Sportpalast hafði fyrir Þjóðverja og alla heittrúaða bandamenn þeirra.


mbl.is Óttast að Rússar fái sömu meðferð og Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jónatan sem oftar; og aðrir gestir þínir !

Væri ekki rjett Jónatan minn; að þú leggðir líka til grundvallar,

yfirgang Rússa í Suður- Ossetíu, sem og hræsni þeirra í Tchetsjeníu, hvar drullusokkurinn V.V. Pútín hefur Kjölturakka sinn:: Ramzan Kadyrov í vasanum, t.d. ?

Aðeins; að minna þig og aðra á, að það eru ekki einungis Úkraínumenn (með eða án aðstoðar NATO) að kljást við Rússnesku Heimsvalda stefnuna, þessa dagana.

Virðingarvert var það; af hálfu J.K. Toykaev´s Kazakhstan forseta, að neita Pútín um aðstoð við Úkraínu innrásina í fyrra, þrátt fyrir þá aðstoð sem Kazakhar höfðu hlotið af hálfu Rússa o.fl.í Janúar 2022, þegar Múhameðsku ribbaldarnir hugðust sölza Kazakhstan undir sig, eins og við munum. 

Dapurlegt; hversu komið er Rússnesku þjóðinni / rjett liðlega 30 árunum eftir fall Sovjezku hörmungarinnar (1922 - 1991), ágæti drengur.

Jeg var; mikill aðdáandi Rússneskrar Tónlistar og Bókmennta Jónatan, en jeg lokaði á það ALLT, þann 24. Febrúar 2022, vitaskuld !

Með; kveðjum samt, af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.2.2023 kl. 15:42

2 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Bretar lýstu yfir Totalen Krieg löngu á undan Þjóðverjum í síðari heimsstyrjöld.

Daníel Sigurðsson, 20.2.2023 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband