12.2.2023 | 15:52
Falsfrétt ehf.
Fréttin sem hér er birt, virðist eiga rætur að þessu sinni í Breska varnarmálaráðuneytinu, sem í augum margra gerir hana trúverðugri, en er vafalaust ekkert annað en uppspuni og reyndar ekki ósvipaður þrumuræðum Jóseps Göbbels fyrir sléttum áttatíu árum í Berlín, eins og frægt er orðið, einmitt eftir að stríðslán Þjóðverja snerist við Stalíngrad.
Það sem kætir í mér kvikindið varðandi fréttaflutning mbl.is er auðvitað sú augljósa staðreynd að leiðarljós og átrúnaðargoð miðilsins gæti líklega haft nokkra hugmynd um mannfallið hjá Úkraínumönnum, en alls enga hvað Rússa varðar, sem sannar því augljósan uppspunann.
Þó í þessu tilviki sé létt að sjá í gegnum lygar yfirvalda okkar, þá er það ömurlega kaldhæðnislegt að nú á tímum tækni og framfara í vísindum séum við einungis auðveldari bráð falsfrétta en nokkurn tíma áður - að því virðist.
Yfir 800 rússneskir hermenn deyja á dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fólk sem tekur mark á fréttatilkynningum Breska konungsveldisins, í það minnsta hvað stríði viðkemur, fæddust bókstaflega í gær.
Guðjón E. Hreinberg, 14.2.2023 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.