7.2.2023 | 18:03
Áhugaverð og ögrandi sjónarmið varðandi COVID og útlendingafrumvarp.
Í eftirfarandi færslu sem ég álít að eigi meiri hljómgrunn en látið er í veðri vaka, birti ég hér ágrip af skoðunum tveggja Íslendinga, sem hafa hugrekki til að ganga í berhögg við ríkjandi skoðun - eða skoðanakúgun? Ef færslan vekur spurningar eða hrærir tilfinningar lesanda, þá hvet ég viðkomandi til að nálgast greinarnar í fullum skrúða á viðkomandi fjölmiðlum.
Grein 1. COVID
Ekki fleiri sprautur, Segir Guðmundur Karl læknir. Fólk sem hefur verið hvatt til þess að fara í fjórðu og fimmtu sprautuna vegna faraldursins ætti alls ekki að fara í þær sprautur. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Karls Snæbjörnssonar sérfræðings í heimilislækningum í síðdegisútvarpi Útvarps Sögu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Guðmundur segir sprauturnar valda meiri skaða heldur en sjúkdómurinn sem fólki hafi verið talið trú um að þær ættu að lækna.
Sprauturnar valdi til dæmis skaða á ónæmiskerfinu og bendir á að þeir sem hafi farið í sprautur séu þeir sem hafi fyrst og fremst hafi verið að veikjast illa og jafnvel deyja, það gefa tölur um umframdauðsföll að minnsta kosti til kynna. Hann segir að hann sé farinn að kalla sprauturnar dauðastautinn og bendir á að með hverri sprautinni sé verið að veikla ónæmiskerfið meira og meira og það sé engin vernd falin í efnunum, sem reyndar enn hafi ekki verið upplýst um innihaldið í.
Guðmundur ítrekar mikilvægi þess að fólk átti sig á að sprauturnar verndi engan og hindri ekki heldur smit. Því ætti fólk að spyrja sig hvers vegna það ætti að fara í sprautu sem ekki verndar það gegn því sem sprautan er sögð vernda þig gegn. Auk þess séu þær aukaverkanir sem fylgi sprautunum gígantískar. Guðmundur bendir á að engir vísindamernn hafi getað sýnt fram á að sprauturnar verndi og þá hafi yfirmenn Pfizer sagt sprauturnar ekki veita vernd og hví ætti fólk að fara í sprautur sem ekki virka.
Grein2. Útlendingafrumvarp.
Alþingismennirnir Arndís Anna og Þórhildur Sunna frá Pírötum, Helga Vala Helgadóttir og Logi Einarsson Samfylkingu, sem og Sigmar Guðmundsson Viðreisn, svo einhverjir séu nefndir, berjast af offorsi gegn hælisleitendafrumvarpi Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra og fyrir aukinni móttöku hælisleitenda með alþjóðlega vernd þeim til handa.
Ég hef sjaldan eða aldrei heyrt áðurnefnda þingmenn tala fyrir útrýmingu fátæktar hér á landi. Ekki heyrt þá tala fyrir bættum kjörum öryrkja, einstæðra mæðra og ellilífeyrisþega. Hvað þá langveikum börnum og foreldrum þeirra. Aldrei heyrt þá tala um fjölgun hjúkrunarrýma. Nei, þeir eru of uppteknir við að setja íslenskt velferðarkerfi á hliðina.
Svona hefst grein eftir Lárus Guðmundsson, markaðsstjóra og áhugamann um íslenskt samfélag, í Morgunblaðinu í dag. Margir muna kannski eftir Lárusi sem atvinnumanni í knattspyrnu í Belgíu og Þýskalandi á árum áður. Í greininni, sem ber fyrirsögnina Alþingi Íslands logar, málþóf um útlendingafrumvarp segir Lárus að sumir af fyrrnefndum þingmönnum hafi á síðustu árum haft lifibrauð sitt af fjölgun hælisleitenda og málsvörnum tengdum málaflokknum. Hann bendir á að Arndís Anna K. Gunnarsdóttir hafi starfað sem lögfræðingur hjá Rauða krossinum fram til ársins 2020. Helga Vala Helgadóttir sé eigandi lögfræðistofunnar Valva lögmenn. Í verkefnalýsingu stofunnar komi fram að hún taki að sér að gæta réttinda erlendra borgara.Eru þessir þingmenn hæfir til að fjalla um málefni flóttamanna á Alþingi Íslendinga á hlutlausan hátt? Svar mitt er einfaldlega nei segir Lárus.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.2.2023 kl. 06:43 | Facebook
Athugasemdir
Sammála þessu
Arnar Loftsson, 9.2.2023 kl. 07:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.