Óþolandi peningaplokkið hér á skítaskerinu.

Þessar síðustu glufur sem borgaryfirvöld virðast hafa fundið til að kreista peninga af öllum akandi sem minnsta erindi eiga í borgarlandið, gefa raunsæja mynd af þeim hugsanahætti stjórnvalda og sérstaklega þeirra sem ríða röftum hér í höfuðborginni.

Helstu ástæður þess hvað alla hluti sem nöfnum tjáir að nefna er að allir sem vettlingi geta valdið virðast hyggja á flótta til vinarlegra og eðlilegra umhverfis, nánast hvert sem er út fyrir landsteinana.

Skattlagning getur átt fullan rétt á sér, en eins og margföld álagning fyrir sömu oftar en ekki fáránlega lélega þjónustuna líkt og æpir hreinlega á hvern íbúa Reykjavíkur, sem að nánast öllu leyti, minnir á sögurnar um Fógetan gráðuga í Notthingham og aðfarir hans, nema hér í saltinu, óþrifunum og nýja borgarskipulaginu er því miður enginn Hrói höttur til bjargar.

Þetta stutta reiðikast mitt varðandi þessa auknu innheimtu fyrir það eitt að leggja ökutæki á þröngum og fáránlega illa skipulögðum götum bæjarins, sem auðvitað blasir við öllum er ömurlegt, en glæpsamleg spilling og vanræksla sömu yfirvalda er auðvitað önnur saga og öllu svakalegri.


mbl.is Berjast um stæðin og greiða gjald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Sæll Jónatan. Get ekki verið meira sammála.

Birgir Loftsson, 29.10.2022 kl. 13:00

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Birgir og þakka þér innlitið.

Mikið væri það nú frábært, ef við gætum lært (líkt og tölvurnar) af öllum fyrri mistökum.

Jónatan Karlsson, 30.10.2022 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband