Feminísk heimsmynd?

Það er ekki einungis íslenskt fyrirbæri að konur taki öll völd utan heimilina, þar sem þær ráða hvort sem er öllu og hafa líklega ætíð gert, reyndar sem betur fer.

Það er þó því miður ekki hægt að segja, að þrátt fyrir eftirgjöf, linkind og skilnings eiginmanna og feðra nútímans að heimurinn og vestræn þjóðfélög fari batnandi í kjölfar vald-eflingar þeirra, nema síður sé.

Sláandi dæmi um þessa svokölluðu þróun eru tvær öflugar vonarstjörnur innan stjórnsýslu Bandaríkjanna, en þar á ég við vara-utanríkisráðherrann Vicktoríu Nuland, sem vakið hefur heims athygli fyrir yfirlýsingar, eða opinberanir sínar og nú síðast þessa Adríönnu Watson talskonu þjóðaröryggisráðsins sem greinilega heldur að Vesturlandabúar og meðreiðasveinar þeirra allir séu minnislausir trúgjarnir bjánar, nema að t.a.m. yfirlýsingar Collins Powell um gjöreyðingavopnin í Írak og auðvitað margar fleirri augljósar lygar í sama dúr hafi bara óvart farið framhjá henni.

Auðvitað ættu allir heilvita að sjá í gegnum þessar ásakanir um að Rússar ættu að hafa læðst að strönd Borgundarhólms til að sprengja eigin gasleiðslu, líkt og vonandi, að sem flestir sjái í gegnum, líkt og allt þetta uppskrúfaða Rússa-hatur, sem hamrað er á í kjölfar hamfarahlýnunar og Covid ofsahræðslunar sem nú um stundir tröllríður nær öllum fjölmiðlum okkar.


mbl.is Fáránlegt að krefja Biden svara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband